Hjúkrunarfræðingur - fræðsla og stuðningur.
Fjölskyldu boðið með

Fyrsta viðtal

Fyrsta viðtal hjá hjúkrunarfræðingi og næringarfræðingi helst sama dag. Gott að fylgja sykursýkiseyðublaðinu.

Næsta viðtal

  • Ef um nýgreindan einstakling er að ræða eða breytingar á meðferð er æskilegt að fylgja eftir innan 3-6 mánaða hjá lækni eða hjúkrunarfræðingi.
  • Ef um árlegt eftirlit er að ræða og allt gengur vel kemur einstaklingur aftur eftir ár í blóðprufu og þvagprufu (fastandi) og viðtal hjá lækni og hjúkrunarfræðingi viku seinna.

Framhaldsviðtöl

Sérstaklega ætlað þeim sem eru nýgreindir eða með lélega blóðsykurstjórnun, u.þ.b. 4-6 viku eftir fyrsta viðtalið.

Árlegt eftirlit

Tími gefinn í rannsókn, skjólstæðingur þarf að vera fastandi og hafa með sér þvagprufu. Skjólstæðingur mætir í viðtal hjá lækni og hjúkrunarfræðingi viku eftir blóðprufu.