Tíu mánaða skoðun

Markmið: 

Greina frávik í heilsu og þroska barns við 10 mánaða aldur og veita foreldrum fræðslu og stuðning.

 

Fyrirkomulag:

Hjúkrunarfræðingur og læknir. Mælt með að barnalæknir komi að skoðuninni sé hann til staðar. Áætlaður tími í skoðun er 20 mínútur. 

 

Verkþættir:

    A. Upplýsingasöfnun, fræðsla og ráðgjöf

    B. Þroskamat

    C. Líkamsskoðun

    D. Skráning

Hafa í huga

Byrja á að spyrja foreldra hvort það sé eitthvað sérstakt sem þeir vilja spyrja um í dag og hvort þeir hafi einhverjar áhyggjur af barni sínu.

Skoða sjúkraskrá barns og athuga hvort athugasemdir hafi verið gerðar sem þurfi að skoða betur.

Vera vakandi fyrir líðan foreldra, fíkniefna- og áfengisneyslu, vanrækslu og ofbeldi.

Fræðsla

Meta þarf út frá aðstæðum hverju sinni hvaða stuðning og fræðslu foreldrar þurfa á að halda.

Áhersla er lögð á:

  • Næringu
  • Lýsi eða D-vítamíndropa
  • Þroska og örvun barns
  • Svefn barns
  • Tannhirðu barns
  • Slysavarnir ungbarna

Gert er mat á þroska og skimað fyrir þroskafrávikum. Almennt má framkvæma þroskamatið með þremur mismunandi aðferðum: beinni athugun, óbeinni athugun og/eða upplýsingum foreldra.

Athugið hvort athugasemd hefur verið gerð áður um þroska barns sem þarf að fylgja eftir. Endurtakið atriði úr fyrra þroskamati sem voru óeðlileg og metið útkomu í samhengi við 10 mánaða þroskamat.

Hægt er að leggja PEDS fyrir foreldra, ef þeir hafa áhyggjur af barni sínu. Veitið ráðleggingar og bendið á úrræði m.t.t. niðurstaðna.

Þroskamat 10 mánaða:

 

Mæla þyngd, lengd og höfuðummál.

Almenn skoðun – sjá leiðbeiningar um líkamsskoðun barna.

Hyper- eða hypotoni?

Athugið að munur á tonus hægra og vinstra megin er alltaf óeðlilegur.

Athugið hvort skán er á framtönnum í efri gómi. Eru tennur burstaðar með flúortannkremi tvisvar sinnum á dag? Afhendið foreldrum tannbursta ef tennur barns eru illa hirtar og skán situr á framtönnum efri góms. Veitið fræðslu um tannhirðu.