Ráðleggingar um mataræði fyrir einstaklinga með mænuskaða eru að grunni til þær sömu og almennar ráðleggingar um mataræði frá Embætti landlæknis. Eftir mænuskaða breytast þó þarfir líkamans á margan hátt og aukin hætta verður á ýmsum fylgikvillum svo sem sýkingum, þrýstingssárum, hægðatregðu, ofþyngd og langvinnum sjúkdómum eins og beinþynningu, og hjarta- og æðasjúkdómum. Hollur og fjölbreyttur matur veitir líkamanum þau næringarefni sem hann þarf og getur dregið úr líkum á ýmsum fylgikvillum mænuskaða og langvinnum sjúkdómum.


Mænuskaði – ráðleggingar um mataræði