Hlutverk næringarsviðs er að styðja við starfsfólk og vinna að stefnumótun í málum tengdum næringu og næringarmeðferð innan heilsugæslunnar á landsvísu sem og að sinna vísinda og gæðaþróunarverkefnum.
Markmið næringarsviðs
.jpg?proc=bd2f57a8-8dda-11e9-9445-005056bc2afe)
Óla Kallý Magnúsdóttir
næringarfræðingur
Hlutverk næringarsviðs er að styðja við starfsfólk og vinna að stefnumótun í málum tengdum næringu og næringarmeðferð innan heilsugæslunnar á landsvísu sem og að sinna vísinda og gæðaþróunarverkefnum.
Jafnframt er hlutverk næringarsviðs að vinna að þverfaglegu samstarfi innan heilsugæslunnar með ýmiskonar fræðsluefni til næringarfræðinga, annarra heilbrigðisstétta og almennings um næringu og næringarmeðferð, gerð verklagsreglna sem og taka þátt í samstarfsverkefnum. Þá er hlutverk næringarsviðs að styðja við heilsueflandi móttökur heilsugæslunnar.
- Vera leiðandi í þróun næringarmeðferðar innan heilsugæslunnar
- Styðja við heilsueflandi móttökur heilsugæslunnar
- Gera og uppfæra leiðbeiningar um næringu og næringarmeðferð fyrir ákveðna skjólstæðingahópa heilsugæslunnar
- Vera með fyrirlestra á heilsugæslustöðvum fyrir starfsfólk um næringu og næringarmeðferð
- Vinna að fræðsluefni til sjálfshjálpar fyrir almenning
- Vinna að auknu samstarfi við Landspítalann í tengslum við næringarmeðferð ákveðinna skjólstæðingahóp.
- Sinna vísindastarfi
- Þar sem um nýja þjónustueiningu er að ræða er mikilvægt á næstum mánuðum að auka samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir innan stofnunarinnar með ýmiskonar fræðsluefni um næringu og næringarmeðferð, gerð verklagsreglna sem og taka þátt í samstarfsverkefnum
Hvað er næringarfræði?
Næringarfræði er heilbrigðisvísindagrein sem fjallar að miklu leyti um líffræði mannsins, heilsu og næringu. Næringarfræði fjallar m.a. um næringarþörf heilbrigðra og sjúkra, næringarþörf á mismunandi æviskeiðum, í þróuðum og þróunarlöndum. Einnig fjallar hún um matvæli og fæðutengd efni, hollustu og hættu þeirra og áhrif á líkamsstarfsemi. Þar að auki tekur næringarfræði mið af umhverfinu og sjálfbærri nýtingu. Mismunandi áherslur eru í næringarfræði og má þar nefna lýðheilsunæringarfræði, klíníska næringarfræði, íþróttanæringarfræði og áherslu á rannsóknir og vísindi.
Hvað gera næringarfræðingar?
Næringarfræðingar hafa hæfni til að starfa í heilbrigðisþjónustu, að forvörnum og stefnumótun, heilsueflingu, næringarmeðferð, fræðslu og kennslu, við gæðaeftirlit og vöruþróun auk verkefna- og rannsóknarvinnu.
Næringarfræðingar sem starfa við heilbrigðisþjónustu sinna margvíslegum verkefnum og sjúklingahópum. Þeir vinna mikið í samvinnu við aðrar fagstéttir og í þverfaglegum teymum. Markmið næringarmeðferðar er almennt að bæta eða viðhalda heilsu og vellíðan einstaklingsins til bæði skemmri og lengri tíma, tryggja næringarefnaþörf og bæta lífsgæði. Næringarmeðferðir eru einstaklingsmiðaðar og taka mið af sjúkdómsástandi og næringarástandi hverju sinni.
Næringarfræðingar sem starfa við heilbrigðisþjónustu sinna ýmsum sjúklingahópum, s.s. einstaklingum sem glíma við sykursýki, krabbamein, nýrna-, lungna- og hjartasjúkdóma, meltingarfærasjúkdóma, kyngingartregðu, vannæringu og offitu, taugasjúkdóma, geðraskanir eða einstaklingum sem nærast um slöngu, eru í endurhæfingu eða með fæðuofnæmi eða fæðuóþol. Þar að auki sinna þeir börnum, barnshafandi konum og öldruðum.
.jpg?proc=millisidubanners)
Sykursýki af tegund 2
Sykursýki af tegund 2
Sykursýki af tegund 1
Sykursýki af tegund 1
Meðganga
Meðganga.jpg?proc=millisidubanners)
Aldraðir
Aldraðir
Eftir efnaskiptaaðgerð
Eftir efnaskiptaaðgerð
Börn
Börn
Vítamín og steinefni
Vítamín og steinefni
Langvinn lungnateppa
Langvinn lungnateppa
Lystarleysi og vannæring
Lystarleysi og vannæring
Fyrir næringarfræðinga: Nutrition care process
Fyrir næringarfræðinga: Nutrition care process
Skert nýrnastarfsemi
Skert nýrnastarfsemi
MS-sjúkdómur
MS-sjúkdómur
Offita
Offita
Fæðuofnæmi og óþol
Fæðuofnæmi og óþol
Melting
Melting
Mænuskaði
Mænuskaði
Járnofhleðsla
Járnofhleðsla.jpg?proc=millisidubanners)
Grænkerar
Grænkerar
Ungmenni
Ungmenni
MND
MND
Almennar ráðleggingar og fæðuval
Almennar ráðleggingar og fæðuval