Sjálfsvígshætta

Mælt er með því að fagfólk í heilsugæslu spyrji notendur með algengan heilbrigðisvanda um hugsanir um og áætlun um sjálfsskaða eða sjálfsvíg (sjá NICE, CG123, nr. 1.3.2.9).

Í aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi kemur fram að: „sjálfsvíg eru ótímabær dauðsföll sem eiga sér í flestum tilfellum stað á því æviskeiði þar sem fjölskylduábyrgð og atvinnuþátttaka stendur sem hæst. Dauðsföll af völdum sjálfsvíga hafa verið ríflega tvöfalt fleiri hér á landi en af völdum umferðarslysa. Um er að ræða umfangsmikinn lýðheilsuvanda sem hefur í för með sér mikinn tilfinningalegan skaða fyrir einstaklinga og fjölskyldur auk efnahagslegs skaða fyrir samfélagið“ (bls. 15, 2018. Sjá aðgerðaáætlun).

Í aðgerðaáætluninni kemur fram að fagfólk í heilbrigðis- og félagsþjónstu skuli sækja reglubundið námskeið um mat á sjálfsvígsáhættu. Sú framkvæmd er á ábyrgð stjórnenda heilbrigðis- og félagsmálastofnana. Slíkt námskeið hefur verið þróað á geðsviði landspítala og prufukeyrt með starfsfólki heilsugæslu í samstarfi við Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. 

Ýmis verkfæri, svo sem skimunarlisti og lesefni má finna á læstri síðu Þróunarmiðstöðvar. Notendanafn og lykilorð má nálgast hjá throunarmidstod@heilsugaeslan.is

 

Hér má finna möguleg úrræði vegna sjálfsvígshugsana