Liv Anna Gunnell
fagstjóri sálfræðiþjónustu

Hlutverk sálfræðiþjónustu ÞÍH er að vera leiðandi í því að samræma verkferla og sálfræðiþjónustu í heilsugæslu í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og heilsugæslu á landsvísu, í samræmi við lög og reglugerðir sem eiga við um þjónustuna og klínískar leiðbeiningar um bestu mögulegu meðferð hverju sinni. (3.gr. laga um réttindi sjúklinga nr.74/1997).

Markmiðið er að tryggja jafnt aðgengi að gagnreyndri sálfræðiþjónustu fyrir alla notendur heilsugæslunnar um allt land. Þjónustan felur í sér mat og gagnreynda meðferð við vægum til miðlungs einkennum kvíða, þunglyndi og áfallastreituröskun (sjá 18. og 19.gr reglugerðar nr. 1111/2020 og stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum). Við meðferð kvíðaraskana, þunglyndis og áfallastreituröskunar er yfirleitt mælt með hugrænni atferlismeðferð.

Gæðahandbók sálfræðiþjónustu fullorðinna í 1. línu heilsugæslu 2022

 

 

2022 Ársskýrsla Sálfræðiteymi Vestur 

10.október: Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn. 

Fræðsluerindi kl.12-13 í streymi frá sálfræðingafélaginu. 

Sjá upptökur af liðnum fræðsluerindum hér


Fræðslufundir fyrir sálfræðinga í fyrstu línu - heilsugæslu - á landsbyggðinni á teams: 

6. nóvember: Halla Ósk Ólafsdóttir sálfr., geðhvarfateymi LSH, fjallar um geðhvarfasýki.

4. desember: Hjördís Tryggvadóttir sálfr., Teigur (LSH) fjallar um úrræði v. fíkn.

8. janúar: Þunglyndi. Klínískar leiðbeiningar, mat og meðferð í heilsugæslu. (LA)

5. febrúar: Kvíðaraskanir. Klínískar leiðbeiningar, mat og meðferð í heilsugæslu. (LA)

5. mars: Áfallastreituröskun. Klínískar leiðbeiningar, mat og meðferð í heilsugæslu. (LA)

2. apríl: Flóttamenn, réttindi og úrræði. Fyrirlesari kemur síðar. 

7. maí: Staða við lok annar og gulur september. 


Í tilefni af gulum september verður boðið upp á vinnustofur um sjálfsvígsáhættumat.

Haldinn verður umræðuhópur fyrir starfsfólk á HSU miðvikudaginn 17.október. 

Fyrirkomulagið er tvískipt: 

1. Áhorf á upptöku af fræðsluefni: 2klst 7 mín og verkefni úr því unnið samhliða, max 3 vikum fyrir seinni hluta. 

2. Mæting í 90 mín umræðuhóp, 10-12 í hverjum hóp - mæta með útfyllt/undirbúið verkefni.


LIÐIÐ Á ÁRINU:

2.október. Fjarfundur á teams kl.9-10. Fyrsti sálfræðingafundur haustsins. Störf sálfræðinga í heilsugæslu. 

2.október. Fjarvinnustofa á teams kl.10-11. Krísuplan við aukna sjálfsvígshættu. 

Vinnustofur um mat á sjálfsvígshættu haldnar fyrir sálfræðinga í heilsugæslu: 10.sept, 12.sept og 3.okt. 

Öll sem vinna í sálfræðiþjónustu hvattir til þess að sækja slíka vinnustofu á 1-2ja ára fresti. 


Minnum á: 

  • Nýja rafræna matslistann sem hægt er að nota við upphaf sálfræðiþjónustu hjá fullorðnum. WSAS ætti einnig að vera orðið aðgengilegt. 
  • GAD aðgengilegt nú á pólsku.
  • Nýlegt lesefni á heilsuveru fyrir notendur um sorg, missi, áráttu- og þráhyggjuröskun, félagsfælni, heilsukvíðaröskun, sjálfsvígshugsanir ofl. 

 

Reglulegar vinnustofur á ensku á the Oxford Cognitive Therapy Centre

On demand vinnustofur á ensku hjá CBT Reach

td. Short BA for depressed adolescents. Laura Pass. 


2024 

Föst. 11.okt. og lau 12.okt. kl.9-16.

COGNITIVE THERAPY FOR PTSD

Vinnustofa með Nick Grey. Meðferð sem nýtist vel með fullorðnum - í heilsugæslu.

Kostnaður 79.800 - snemmskráning til og með 9.október. 

Sjá hér


21.október kl.17:30-20:30 CET

Mindful parenting in challenging times. 

Susan Bögels. Sjá hér


Föst. 1.nóv og lau 2.nóv. 

Using CBT interventions for patients with somatic diseases

Torkil Berge. Endurmenntun (hluti af HAM sérnáminu)


Föst 29.nóv. og lau 30.nóv.

CBT for chronic pain, pain management and other long term conditions. 

Helen Macdonald. Endurmenntun (hluti af HAM sérnáminu)


2025

Föst. 10.jan.- lau. 11.jan.

CBT for eating disorders

Glen Waller. Endurmenntun (hluti af HAM sérnáminu)


Föst. 31.jan og lau. 1.feb. 

Trauma focused CBT for Children and young people.

David Trickey. Endurmenntun (hluti af HAM sérnáminu)


3rd – 6th September 2025 - Glasgow, Skotlandi

5. EABCT Congress 2025

Haldin í samráði við BABCP sem mun ekki halda eigin ráðstefnu það árið.


2026

24.-28.júní  - San Francisco

11. WCCBT - CBT heimsráðstefnan

 

16-19. september - Brussels, Belgium

56. EABCT Congress 2026


2027

September 2027 - nánari dagsetning kemur síðar

57. EABCT Congress 2027 – Warsaw, Poland

Börn og unglingar

RCADS

RCADS - foreldraeintak

Childfirst - RCADS í stuttum og löngum útgáfum og PSWQ-C

Í júní 2020 barst Þróunarmiðstöð bréf þess efnis að í aukafjárlögum 2020 var samþykkt samtals 540 milljón króna fjárheimild til málaflokks heilsugæslu til að stórefla heilsugæsluþjónustu um land allt með áherslu á geðheilbrigðismál.

Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að veita ÞÍH 64,5 milljónir af þessari fjárheimild. Gert er ráð fyrir að þetta verkefni standi yfir í tólf mánuði og er fjármununum ætlað til eftirtalinna verkefna:

  • ÞÍH útbúi fræðsluefni fyrir starfsfólk hjúkrunarheimila, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu. Verði þessari fræðslu síðan miðlað rafrænt til viðeigandi aðila.
  • Efling og samhæfing geðræktarstarfs, forvarna og stuðnings við börn og ungmenni sem sagt með auknum áherslum og fræðslu í skólahjúkrun, ungbarnavernd og annarri þverfaglegri heilsugæsluþjónustu í takt við stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum.
  • ÞÍH útbúi fræðsluefni fyrir heilbrigðisstarfsfólk um neyslu- og fíknivanda.
  • Almenn styrking ÞÍH.

Ljóst er að um gríðarlega stórt verkefni er að ræða og auk þess að fjöldi starfsmanna ÞÍH koma að þessu verkefni hafa fjórir sálfræðingar verið ráðnir í samtals 1,4 stöðugildi til ÞÍH tímabundið til þess að koma að þessu verkefni. 

Sjálfsvígs-hætta

Sjálfsvígs-hætta

Sjálfsvígs-hætta
Gulur september

Gulur september

Gulur september
BCI

BCI

BCI
Börn - Bjargráð á biðtíma

Börn - Bjargráð á biðtíma

Börn - Bjargráð á biðtíma
Aðstæðu-bundinn vandi

Aðstæðu-bundinn vandi

Aðstæðu-bundinn vandi