Meta þörf á þjónustu, stuðningi og gera áætlun þar um. Upplýsa um og bjóða túlkaþjónustu þegar við á. Áhersla í viðtalinu ætti að taka mið af þörfum og óskum konunnar og gefa ætti tækifæri til umræðna og spurninga.
Upplýsingar - skoðun
- Mæla blóðþrýsting og athuga eggjahvítu í þvagi
- Mæla legbotnshæð og skrá á legvaxtarrit
- Athuga fósturstöðu og gefa viðeigandi upplýsingar
- Ræða fósturhreyfingar og hvers má vænta næstu vikur og hvert skal leita ef ekki finnast hreyfingar
- Ræða mikilvægi þess að huga vel að eigin heilsu (næring, hreyfing, svefn og hvíld)
Eftirfylgd eftir meðgöngu - Kynna möguleika á samtali eftir fæðingu hafi það ekki þegar verið gert
- Kynna eftirfylgd með konum sem greinst hafa með heilsuvanda á meðgöngu hafi það ekki þegar verið gert
Framköllun fæðingar - Bjóða framköllun fæðingar við 40-40+6 vikur og viðeigandi upplýsingar hjá
- konum með GDMA,
- konum sem eru með BMI ≥ 35
- konum sem eru 40 ára og eldri
- Áætlun
- Endurmeta áætlun í meðgönguvernd
____________________________________________________