Sýkingar
Börn
Amoxicillin mixt 50-80mg/kg/dag skipt í 2-3 skammta í 5 daga eða phenoxymethylpencillin 75 mg/kg/dag skipt í 3 skammta í 5 daga við vægari einkennum.
Þekkt penicillinofnæmi:
Azithromycin 10 mg/kg í fyrsta skammt og síðan 5mg/kg á dag í samtals 3 daga eða ef ekki saga um alvarlegt ofnæmi cefalexin 50mg/kg/dag skipt í 3 skammta í 5 daga.
Við eyrnabólgu sem svarar ekki meðferð eða greinist aftur innan mánaðar er ráðlagt að velja háskammta amoxicillin hafi það ekki verið gert upphaflega eða amoxicillin/clavulansýru (25/3,6mg/kg/dag—45/6,4 mg/kg/dag skipt í 2 skammta. Hámarksskammtur 70/10mg/kg/dag skipt í 2 skammta en eingöngu 2ja ára og eldri
Amoxicillin 1g x3 eða phenoxymethylpenicillin 1g x3 á dag í 5 daga
Þekkt penicillinofnæmi:
Azithromycin 500mg x1 á dag í 3 daga eða doxycyclin 200mg fyrsta daginn og síðan 100mg x1 á dag í 7 daga.
Endurtekin sýking = ný bráð miðeyrnabólga innan mánaðar frá því að einkenni hurfu.
Árangurslaus meðferð = óbreytt eða að bráð miðeyrnabólga versnar eða blossar upp aftur, þrátt fyrir a.m.k. þriggja sólarhringa sýklalyfjameðferð. Almennt hefur ræktun úr nefkoki lítið gildi, en gæti þó gagnast ef grunur er um fjölónæma pneumókokka. Ef til vill ræktun frá miðeyra hafi komið gat á hljóðhimnu.
Endurtekin bráð miðeyrnabólga
Að minnsta kosti 3 tilfelli bráðrar miðeyrnabólgu á 6 mánaða tímabili, eða minnst 4 tilfelli á einu ári. Ef liðnir eru a.m.k. 6 mánuðir frá síðustu eyrnabólgu telst ný eyrnabólga vera tilfallandi.
Meðferð
Börnum með endurtekna bráða miðeyrnabólgu skal vísa til háls-, nef- og eyrnalæknis eða sérfræðings í smitsjúkdómum eða ónæmisfræði barna. Ný tilvik skal meðhöndla með amoxicillini x 3 í 10 daga.
Meðferð votrar „röreyrnabólgu“
Byrja á eyrnadropum (Hydrocortison m.Terram.) í 5–7 daga (2–3 dropar, 2–3svar á dag) ef sjúklingur er að öðru leyti einkennalaus.
Sýklameðferð fullorðinna
Amoxicillin 1g x3 eða phenoxymethylpenicillin 1g x3 á dag í við vægari einkennum í 7 daga
Þekkt penicillinofnæmi:
Doxycyclin 200mg fyrsta daginn og síðan 100mg x1 á dag í 7 daga.
Skútabólga hjá börnum
Börn fá yfirleitt efri öndunarfærasýkingu (kvef) 6–8 sinnum á ári. Börn geta verið með mislitan hor, jafnvel lengi, án þess að þarfnast sýklalyfjameðferðar. Sýklalyf gagnast ekki börnum með fylgikvillalausa skútabólgu. Gáið að aðskotahlut sé barn með stöðugt graftarkennt nefrennsli frá annarri nösinni.Sýklalyfjameðferð
Fullorðnir:
Phenoxymethylpenicillin 1g x3 á dag í 10 daga
(til greina kemur að meðhöndla með Phenoxymethylpenicillin 0,8g x4 á dag í 5 daga hjá einstaklingum sem ekki eru ónæmisbældir)
Börn:
Phenoxymethylpenicillin 40mg/kg/dag skipt í 3 skammta á dag
(til greina kemur að meðhöndla með Phenoxymethylpenicillin 50mg/kg/dag skipt í 4 skammta á dag hjá börnum 6 ára og eldri sem ekki eru ónæmisbæld).
Fullorðnir
Bráð berkjubólga
Sýklalyf gagnast yfirleitt ekki þar sem oftast er um veirusýkingu að ræða. Gott að láta sjúkling fá skriflegar upplýsingar um eðlilega sjúkdómsframvindu, ef þær eru fyrir hendi.
Lungnabólga
Amoxicillin 1g x3 á dag í 7 dagaÞekkt ofnæmi fyrir penicillin eða grunur um ódæmigerða (atypiska) lungnabólgu:
Doxycyclin 200 mg fyrsta daginn og síðan 100mg x1 á dag, chlarithromycin 500mg x2 á dag í 10 daga eða azithromycin 500mg x 1 á dag í 3 daga
Óviss sýking í neðri öndunarfærum
Þegar klínísk birtingarmynd er óljós, t.a.m. hósti, hiti og tilfinning fyrir öndunarerfiðleikum ásamt vissum almennum einkennum, getur CRP gefið vísbendingu, en það verður að meta með tilliti til sjúkdómslengdar.
- CRP >100 mg/l + klíník bendir til lungnabólgu, hugleiðið sýklalyf
- CRP <20 mg/l eftir >sólarhring (24 klst) útilokar lungnabólgu sterklega, engin sýklalyf
- Einkenni > 1 vika + CRP >50 bendir til lungnabólgu, hugleiðið sýklalyf
- Íhugið lungnamynd
Börn
Bráð berkjubólga
Sýklalyf gagnast ekki þar sem oftast er um veirusýkingar að ræða. Leggið til endurkomu fyrir barnið ef almenn einkenni versna, vaxandi öndunarerfiðleikar eða það á erfiðara með að drekka. Gefið berkjuvíkkandi ef það er með teppu.
Lungnabólga
Amoxicillin 50-80mg/kg/dag skipt í 3 skammta á dag í 5-10 daga
Þekkt ofnæmi fyrir penicillin eða grunur um ódæmigerða (atypiska) lungnabólgu:
Azitromycin 10 mg/kg í fyrsta skammt síðan 5mg/kg á dag, einn skammtur á dag í samtals 3-6 daga. (ekki skráð fyrir yngri en 1 árs)
Óviss sýking í neðri öndunarfærum
Hjá börnum með nokkuð almenn einkenni og hita, þreytt en ekki sljó og með dálítið örari öndun en ekki hraðöndun, getur CRP gefið vísbendingu, en það verður að meta með tilliti til sjúkdómslengdar.
CRP >80 + klíník bendir til lungnabólgu, hugleiðið sýklalyf.
CRP <10 eftir >sólarhring (24 klst) útilokar lungnabólgu sterklega, engin sýklalyf.
Meðferð ef enn er óvissa
Í fyrstu, bíða og sjá, og til vara að senda lyfseðil í “Gáttina” sem sjúklingur gæti leyst út. Vera í sambandi í síma eða fá sjúkling á stofu.
Fyrsta val:
Nitrofurantoin 50mg x3 á dag í 5 daga (ath GFR<45 er frábending),
Pivmecilinam 200mg x3 á dag í 5 daga
Pivmecilinam 400mg x2 á dag í 3 daga (ekki fyrir konur eftir tíðahvörf)
Annað val:
Trimetoprim 160mg x2 á dag í 3 daga
Þar sem næmispróf liggur ekki fyrir er mælt með gentamycin iv í bið eftir næmisprófi.
Í vægari eða vafatilfellum í bið eftir næmisprófi:
Trimetoprim/sulfamethoxazol 160/800mg x2 á dag í 10 daga.
Ciprofloxacin 500mg x 2 á dag í 7 daga
Neðri þvagfærasýking hjá börnum 2ja ára og eldri (neðri þvagfærasýking hjá börnum yngri en 2ja ára er sjaldgæf og ætti að meðhöndla eins og efri þvagfærasýkingu)
Cefalexin 50mg/kg/dag skipt í 3 skammta
Pivmecilinmam 200mg x 3 á dag (yfir 30 kg að þyngd)
Nitrofurantoin 3mg/kg/dag skipt í 2 skammta.
Hrúðurgeit (Impetigo) / Heimakoma (Erysipelas)/Húðbeðsbólga (Cellulitis) / Sárasýking / Sýkt fótasár
Hrúðurgeit
Fucidin krem/smyrsl x2-3 á dag í 7 daga
Sýklalyf til inntöku ef ófullnægjandi svörun er við staðbundinni meðferð eða mjög útbreidd sýking:
Fullorðnir
Dicloxacillin 1g x3 á dag í 7 daga
Þekkt penicillinofnæmi:
Clindamycin 300mg x3 á dag í 7 daga
Börn
cefalexin 25-50mg/kg/dag í þremur skömmtum í 7 daga
Þekkt penicillinofnæmi:
Clindamycin 15mg/kg/dag í þremur skömmtum í 7 daga.
Heimakoma (Erysipelas)
Sýklalyfjameðferð fullorðinna
Phenoxymethylpenicillin 1g x3 á dag (2 g x3 ef sjúklingur er yfir 90kg) í 10-14 daga
Þekkt penicillinofnæmi:
Clindamycin 300mg x4 á dag í 10-14 daga
Húðbeðsbólga (cellulitis)
Dicloxacillin 1g x4 á dag
Þekkt penicillinofnæmi:
Clindamycin 300mg x4 á dag
Sárasýking
Fullorðnir
Dicloxacillin 1g x3 á dag í 7 daga
Þekkt penicillinofnæmi:
Clindamycin 150-300mg x3 á dag í 7 daga
Börn
Cefalexin 25-50mg/kg/dag skipt í 3 skammta
Þekkt penicillin ofnæmi:
Clindamycin 15mg/kg/dag skipt í skammta
Sýkt fótasár
Fenoxymethylpenicillin 1g x3 eða dicloxacillin 1g x3 á dag í 10 daga
Þekkt penicillinofnæmi:
Clindamycin 150-300mg x3 á dag í 10 daga
Sýkingar í kattar- og hundsbiti
Fullorðnir
Amoxicillin/clavulansýra 875/125mg x3 á dag í 10 daga
Börn
Amoxicillin/clavulansýra 60mg/15mg/kg/dag skipt í 3 skammta á dag í 10 daga
Flökkuroði
Greining flökkuroða án fylgikvilla er klínísk. Blóðpróf gagnast ekkert við greininguna
Fullorðnir
Phenoxymethylpenicillin 1 g x 3 á dag í 10 daga
Þekkt penicillinofnæmi:
Doxycyclin 100 mg x 2 á dag í 10 daga
Börn
Phenoxymethylpenicillin 25 mg/kg x 3 á dag í 10 daga
Þekkt penicillinofnæmi:
Eldri en átta ára: doxycyclin 4 mg/kg/ x1 á dag í 10 daga
Azitromýcin 10 mg/kg x 1 fyrsta daginn og svo 5 mg/kg x 1 næstu 4 daga.
Síðast uppfært 2025