Bæta tannheilsu grunnskólabarna
Tannheilsa
Í heilsuvernd skólabarna 2019 – 2021
a) Að >90% grunnskólabarna bursti tennur (að lágmarki )2x á dag
b) Að 90% grunnskólabarna drekki gos/orkudrykki sjaldnar en 3x í viku
c) Að >99% grunnskólabarna hafi skráðan heimilistannlækni
- Fylgja skal markmiðum skipulagðrar fræðslu um tannvernd
- Í viðtali um heilsu og líðan í 1., 4., 7. og 9. bekk skal ræða um tannheilsu, greina tækifæri til að bæta hana og/eða styrkja góðar tannheilsuvenjur auk þjálfunar í tannburstun og hreinsun milli tanna með tannþræði
- Í einstaklingsviðtölum í 4., 7. og 9. bekk skal ræða um áhrif gos- og orkudrykkja
- Hvetja skal börn til að velja vatn umfram aðra drykki
Forsenda gjaldfrjálsra tannlækninga er að börn hafi skráðan heimilistannlækni hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Upplýsingar frá SÍ um skráðan heimilistannlækni birtast uppfærðar í Ískrá.
- Fara yfir listann „Án heimilistannlæknis“ í Ískrá í upphafi skólaárs og senda forráðamönnum þeirra barna sem á listanum eru tölvupóst (staðlaður póstur) með hvatningu um að skrá barn sitt hjá tannlækni og panta tíma. Einnig skal forráðamönnum greint frá því að börn án heimilistannlækni í 1., 4., 7., og 9. bekk fái tannskoðun skólahjúkrunarfræðings þegar reglubundnar skimanir fara fram í þeim árgöngum.
- Ávallt skal stofna samskipti með viðfangsefninu „Án heimilistannlæknis" sem birtast forskráð ef tvísmellt er á „óskráð samskipti" í listanum.
- Ef barn er með óskráðan tannlækni þegar skimun fer fram í viðkomandi árgangi skal skoða tennur þess og skrá undir „Líkamsmat“ í Ískrá. Hafa skal samband við forráðamann símleiðis og gera grein fyrir því ef merki eru um skemmdar tennur eða slæma tannhirðu. Hvetja skal forráðamenn til að panta tíma hjá tannlækni og jafnvel aðstoða þá við að panta tíma hjá tannlækni í sínu nærumhverfi.
- Ef vart verður við að tannheilsu er ábótavant hjá barni öðrum árgangi en þeim sem skimaðir eru skal hvetja forráðamenn til að panta tíma hjá tannlækni.
- Ef barni sem vísað hefur verið til tannlæknis er ekki sinnt skal haft samband við forráðamenn og leita viðeigandi leiða til að barnið fái tannlæknaþjónustu, svo sem með aðstoð félagsþjónustu og/eða barnaverndar.
- Skrá skal áætlun/aðgerðir í framvindu fyrri samskipta.
Ef grunnskólabarn er með tannpínu eða lendir í slysi og brýtur eða missir tönn skal í samvinnu við forráðamann tryggja barni tíma hjá tannlækni án tafar. Ávallt skal skrá samskipti í þessum tilvikum. Slysaskráning er á ábyrgð skólastjórnenda og áverkavottorð er fyllt út af tannlækni og sent SÍ.
3. bekkur – Verkefnahefti
Tannvernd:
- Börn læri og skilji mikilvægi góðrar tannhirðu
- Börn læri hvernig á að bursta tennurnar
- Börn þekki hvað er holl og óholl fæða fyrir tennurnar
- Börn þekki skaðsemi sykurs á tennurnar
Annað efni
1. bekkur
- Börn þekki heiti og hlutverk tannanna
- Börn læri og skilji mikilvægi góðrar tannhirðu
- Börn þekki hvað er holl og óholl fæða fyrir tennurnar
4. bekkur
- Börn læri og skilji mikilvægi góðrar tannhirðu
- Börn viti hvaða skaða bakteríur (tannsýkla) valda á tönnum
- Börn kunni og geti burstað tennurnar á fullnægjandi hátt
- Börn viti til hvers tannþráður er notaður
7. bekkur
- Nemendur kunni að bursta 12 ára jaxlinn
- Nemendur þekki mikilvægi flúors í tannvernd
- Nemendur skilji helstu orsakir og afleiðingar glerungseyðingar