Matsviðtal hjá hjúkrunarfræðingi felur í sér:
Matsviðtal hjá hjúkrunarfræðingi felur í sér:
- Taka heilsufarssögu fjölskyldu og einstaklings
- Gera heilsufarsskoðun og fara yfir HbA1c og önnur gildi sem fyrir liggja, markmið rædd.
- Gera ráðstafanir ef þörf er á lyfjagjöf
- Blóðþrýstingur mældur , vigtun, reiknað BMI, mittismál mælt
- Reglulega hreyfingu - fara í gegnum viðmið sem meðferðarúrræði (150 mín á viku) annars meta út frá getu einstaklings. Bjóða hreyfiseðil
- Reykingar - meta vilja til að hætta að reykja. Fara í gegnum samspil við sykursýki, leggja til greinina ef með þarf og bjóða upp á símanúmer í ráðgjöf
- Spyrja um síðustu heimsókn til augnlæknis, hvetja til eftirlits
- Einkenni frá taugakerfi
- Fótaskoðun, monofilament próf, púlsar þreifaðir, skimun fóta
- Fræðsla um sjúkdóminn, einkenni og fylgikvilla, bæklingar, benda á sykursýkissamtökin
- Fræðsla um meðferð - lífsstílsmeðferð, lyfjameðferð ef þörf er á
- Hvatning til sjálfsábyrgðar. Gera grein fyrir mikilvægi eftirlits
- Upplýsingar um aðgengi að sykursýkisteymi