Fyrsta viðtal hjá hjúkrunarfræðingi og næringarfræðingi helst sama dag. Gott að fylgja sykursýkiseyðublaðinu.
Hjúkrunarfræðingur - fræðsla og stuðningur.
Fjölskyldu boðið með
Hjúkrunarfræðingur - fræðsla og stuðningur.
Fjölskyldu boðið með
Fyrsta viðtal
- Nýgreindir: Skjólstæðingar sem þurfa fræðslu strax, fá viðtal innan 3 vikna frá greiningu.
- Nýgreindir: Skjólstæðingar sem vilja vinna sjálfir í sínum málum fá viðtal við lækni og/eða hjúkrunarfræðing 6-8 vikum eftir greiningu í tengslum við blóðsykurmælingu.
- Árlegt eftirlit: Skjólstæðingur mætir í viðtal hjá lækni og hjúkrunarfræðingi viku eftir blóð- og þvagprufu.
- Matsviðtal hjá hjúkrunarfræðingi 40- 60 mín.
- Nota klínískar leiðbeiningar frá NICE.
- Notast við aðferðir sjálfseflingar og áhugahvetjandi samtals.
- Ávallt skal bjóða aðstandanda með í viðtal
- Blóðsykur
- Hæð og þyngd skráð og BMI reiknað í Sögu
- Kviðummál
- Blóðþrýstingur, markmið einstaklingsmiðuð, en almennt gildir að endurtaka blóðþrýstingsmælingu eftir:
- Einn mánuð ef blóðþrýstingur er hærri en 150/90 mmHg
- Tvo mánuði ef blóðþrýstingur er hærri en 140/80 mmHg
- Tvo mánuði ef blóðþrýstingur er hærri en 130/80 mmHg og það eru skemmdir á nýrum, augum eða heilaæðasjúkdóm
- EKG hjartarit
- Fótaskoðun
- Athuga heimsóknir til augnlæknis, hvort og hvenær.
- Sykursýki af tegund 2.
- Blóðsykursmælingar s.s. gagnsemi, tíðni, tímasetningu og gildi.
- Einkenni blóðsykursfalls og viðbrögð ef viðkomandi er á lyfjum sem geta valdið falli
- Áhugahvöt um breytingu á lífsháttum metin.
- Matar- og hreyfivenjur skoðaðar.
- Æskilegt mataræði samkvæmt leiðbeiningum næringarstofu.
- Æskilega hreyfingu samkvæmt FYSS (hugtök í tengli: RPE, VO2max, VO2max áætlað)
- Ef einstaklingur fær hreyfiseðil, sér hreyfistjóri um ráðgjöf varðandi hreyfingu
- Kennsla á insúlínpenna ef viðkomandi hefur verið settur á slíka meðferð.
- Skoða stungustaði
- Blóðsykurstjórnun - almennt gildir HbA1c <53 mmól/mól / <7,0% nema:
- HbA1c <48 mmól/mól / <6,5%, ef "ungur" einstaklingur, stóræðasjúkdómur ekki til staðar og lítil hætta á sykurfalli.
- HbA1c <58 mmól/mól / <7,5%, þegar þörf er á 3ja lyfi, vaxandi hætta á sykurfalli, sveiflóttur sykur eða stóræðasjúkdómur til staðar.
- HbA1c 58-75 mmól/mól / 7,5-9,0%, ef skertar lífslíkur, alvarleg sykurföll, langt gengnir stór- og smáæðafylgikvillar eða aðrir alvarlegir sjúkdómar.
- Þyngdartap, ef einstaklingur er í ofþyngd/offitu ætti að huga að þyngdartapi um 5-10%
- Breytingar á lífsháttum.
- Setja fram markmið um breytingar á mataræði og/eða matarvenjum.
- Setja fram markmið um reglubundna hreyfingu.
- Aðstoð til reykleysis ef þarf, ráðgjöf og benda á netaðstoð á heilsuveru
Næsta viðtal
- Ef um nýgreindan einstakling er að ræða eða breytingar á meðferð er æskilegt að fylgja eftir innan 3-6 mánaða hjá lækni eða hjúkrunarfræðingi.
- Ef um árlegt eftirlit er að ræða og allt gengur vel kemur einstaklingur aftur eftir ár í blóðprufu og þvagprufu (fastandi) og viðtal hjá lækni og hjúkrunarfræðingi viku seinna.
Framhaldsviðtöl
Sérstaklega ætlað þeim sem eru nýgreindir eða með lélega blóðsykurstjórnun, u.þ.b. 4-6 viku eftir fyrsta viðtalið.
- Langtíma blóðsykur, HbA1c og heimamælingar ef með þarf.
- Þyngd - BMI
- Kviðummál
- Blóðþrýstingur - mæla skal blóðþrýsting a.m.k. árlega
- Blóðfitumæling - 3 mánuðum eftir að statín-meðferð hefst en síðan árlega eftir það.
- Kæfisvefn, Mæling á dagsyfju ESS, ef grunsemdir vakna. Karlmenn með sykursýki 2 eru líklegri en aðrir til að þjást af kæfisvefni. Þarf að kanna betur ef ESS er yfir 15.
- Fótaskoðun árlega, nema hjá áhættuhópi - skulu skoðaðir á allt að 3-6 mánaða fresti.
- PAID spurningalistinn – ef skor >38 þá endurtaka eftir 1-3 mánuði. Ef skor er ≥ 40 þá samráð við heimilislækni um meðferð.
- Líðan
- Frætt um sjúkdóminn samkvæmt fræðsluþörf sem metin var í 1. viðtali. (Eða metið í þessu viðtali hvað situr eftir af fræðslu úr viðtali 1 og bætt við það eftir því sem við á).
- Metið hversu vel hefur tekist að fylgja áætlun og ná markmiðum
- Allir meðferðaraðilar þurfa að hafa í huga helstu áhrifaþætti meðferðarheldni og vinna með þá þætti ef þarf
Fræðsla og stuðningur til aðstandenda
- Áætlun og markmiðasetning
- Endurmat á áætlunum og markmiðum
- Áætlun um næstu komu/símtal
- Fræðsla um sjúkdóminn
- Áhrif breytinga á lífsstíl ef með þarf
- Mikilvægi eftirlits
- Jákvæður stuðningur aðstandenda
- Endurmat á áætlunum og markmiðum
- Áætlun um næstu komu/símtal
Árlegt eftirlit
Tími gefinn í rannsókn, skjólstæðingur þarf að vera fastandi og hafa með sér þvagprufu. Skjólstæðingur mætir í viðtal hjá lækni og hjúkrunarfræðingi viku eftir blóðprufu.
- Hæð og þyngd skráð og BMI reiknað í Sögu
- Kviðummál
Blóðsykur áætlun og markmið í samráði við einstakling um:
- Blóðsykurstjórnun - almennt gildir HbA1c <53 mmól/mól / <7,0% nema:
- HbA1c <48 mmól/mól / <6,5%, ef "ungur" einstaklingur, stóræðasjúkdómur ekki til staðar og lítil hætta á sykurfalli.
- HbA1c <58 mmól/mól / <7,5%, þegar þörf er á 3ja lyfi, vaxandi hætta á sykurfalli, sveiflóttur sykur eða stóræðasjúkdómur til staðar.
- HbA1c 58-75 mmól/mól / 7,5-9,0%, ef skertar lífslíkur, alvarleg sykurföll, langt gengnir stór- og smáæðafylgikvillar eða aðrir alvarlegir sjúkdómar.
- Þyngdartap, ef einstaklingur er í ofþyngd/offitu ætti að huga að þyngdartapi um 5-10%
- Setja fram markmið um breytingar á mataræði og/eða matarvenjum.
- Setja fram markmið um reglubundna hreyfingu.
- Aðstoð til reykleysis ef þarf, ráðgjöf og benda á reyksímann
- Blóðþrýstingur, markmið einstaklingsmiðuð, en almennt gildir að endurtaka blóðþrýstingsmælingu eftir:
- Einn mánuð ef blóðþrýstingur er hærri en 150/90 mmHg
- Tvo mánuði ef blóðþrýstingur er hærri en 140/80 mmHg
- Tvo mánuði ef blóðþrýstingur er hærri en 130/80 mmHg og það eru skemmdir á nýrum, augum eða heilaæðasjúkdóm
- Fótaskoðun – skimun sjá heimasíðu göngudeildar sykursýki LSH
- Athuga heimsóknir til augnlæknis, hvort og hvenær – hvetja til eftirlits
- Sykursýki af tegund 2
- Áhugahvöt um breytingu á lífsháttum metin
- Matar- og - hreyfivenjur skoðaðar
- Æskilegt mataræði samkvæmt leiðbeiningum næringarstofu/viðtal við næringarfræðing eftir þörfum
- Æskileg hreyfing samkvæmt FYSS (hugtök í tengli: RPE, VO2max, VO2max áætlað). Ef einstaklingur fær hreyfiseðil sér hreyfistjóri um ráðgjöf varðandi hreyfingu.
- Kennsla á insúlínpenna ef viðkomandi hefur verið settur á slíka meðferð
Ráðleggingar um mataræði: íslenska, enska, pólska
Næringarmeðferð - leiðbeiningar
Eldri einstaklingar með sykursýki
Fótamein sykursjúkra - leiðbeiningar frá LSH
Sjónukvilli - Snemmgreining og eftirlit
Langvinnur nýrnasjúkdómur (CKD)
Sænskar ráðleggingar um hreyfingu fólks með sykursýki2
Ókeypis app fyrir fólk með sykursýki (RetinaRisk)