Þvagfærasýkingar hjá konum

Bakgrunnur

 
  • Bráð blöðrubólga hjá konum getur verið óþægileg en er oftast skaðlaus.
  • 30% þeirra verða einkennalausar innan viku án nokkurrar meðferðar. Meðferð styttir tímann sem einkennin vara.
  • Blöðrubólgur fara sjaldnast yfir í sýkingar í efri hluta þvagfæra (nýrna- og nýrnaskjóðubólgur).

Sýklar í þvagi án einkenna 

Skilgreining:

Sama baktería finnst í verulegum mæli í annað skipti við endurtekna ræktun þótt sjúklingur sé einkennalaus.