Merki um alvarlega sýkingu hjá börnum

Þekkingargrunnur með tillögum um meðhöndlun í heilsugæslu

Inngangur:

Mesta nýgengi alvarlegra sýkinga meðal barna sem annars eru hraust er á aldrinum 0–2 ára. 

 

Alltaf þarf að meta lífsmörk í samhengi við sögu, almennt ástand og klíníska stöðu.

 

Taka verður mark á áhyggjum foreldra (t.d. „svona veik hefur hún aldrei verið áður“) og innsæi læknis og hjúkrunarfræðings („það er eitthvað að“).

 

Til „öryggisnetsins“ heyrir að heilsugæslan/ábyrgur læknir á að gefa sjúklingnum eða foreldrunum upplýsingar um hvers megi vænta um framvindu sjúkdómsins, hvaða einkennum skal vera vakandi yfir og hvar og hvenær skal leita aftur til heilbrigðisþjónustunnar.

 

Langvinnir sjúkdómar, meðfæddir líkamsgallar og ónæmisbælandi meðferð auka hættuna á erfiðum sýkingum. Þröskuldurinn fyrir lækni sem sinnir sjúklingnum ætti þá að vera mun lægri en ella ef vísa á sjúklingi á bráðamóttöku barna.

 

Til að skilgreina og meta alvarleika almennrar líðanar, hita, hraðöndunar og hraðsláttar er notast við grænt, gult og rautt eins og á umferðarljósum.