Bráð miðeyrnabólga

Greining

 

Bakgrunnur

 

  • Bráð miðeyrnabólga í börnum læknast oftast af sjálfu sér   án sýklalyfjameðferðar. Alvarlegir fylgikvillar eins og stikilbólga (mastoiditis) eru sjaldgæfir. 
 
  • Sýklalyfjameðferð dregur úr hættu á stikilbólgu en útilokar hana ekki.


Greiningarviðmið:

  • Hratt vaxandi einkenni, svo sem eyrnaverkur, grátur, pirringur, hiti, hefur hægar um sig / svefn / matarlyst minnkar, oftast samtímis sýkingu í efri öndunarfærum.
  • Skoðun leiðir í ljós hljóðhimnubólgu og ígerð í miðeyra eða hlust.

 

Hjálpartæki við greiningu:

  • Eyrnasjá með blæstri (pneumotoscopy), þrýstingsmælir og smásjá, helst ásamt hljóðholsmælingu.