Hálsbólga

Bakgrunnur

  • Veirur valda flestum hálsbólgum. Flestir þessara sjúklinga verða einkennalausir á innan við viku.
  • Sjúklingum með klár einkenni af völdum streptókokka getur gagnast sýklalyfjameðferð. Meðferðin getur stytt þann tíma sem einkennin vara um 1-2,5 sólarhringa hjá sjúklingum með staðfesta streptókokka og minnst 3 af 4 Centor-lykileinkennum.
  • Kverkilgrenndarbólga (peritosillitis) kemur fram sem fylgikvilli hjá um það bil 2% allra sjúklinga með kok- og eitlabólgu. Draga má úr hættu á því með sýklalyfjum. Fylgikvillar eins og gigtsótt (febris rheumatica) og bráð nýrnahnoðrabólga (glomerulonephritis) eru sjaldgæfir. Sé um að ræða frávikseinkenni eða klínískt ástand er öðruvísi en vænta má hugleiðið þá aðrar greiningar, til að mynda kverkilgrenndarbólgu.
  • Meðal barna <4 ára er yfirleitt um að ræða veirusýkingu. Mörg börn á þessum aldri geta borið streptókokka án þess að þeir valdi sýkingu og þurfa þá ekki meðferð.