Bakteríur í þvagi skal ekki meðhöndla nema hjá barnshafandi konum.
Meðferð eykur líkur á að sýkingin blossi aftur upp og þá fremur með meinvirkum og ónæmum bakteríum.
Afar algengt er að sýklar séu í þvagi hjá öldruðum.
Finnast hjá 25–30% eldri kvenna á elli- og hjúkrunarheimilum.
Sjúklingar með langtíma inniliggjandi þvaglegg eru alltaf með sýkla í þvaginu.
Sóttvarnarvinnubrögð heilbrigðisstarfsmanna draga úr líkum á smiti.
Greina ber á milli einkennavaldandi þvagfærasýkinga og sýkla í þvagi án einkenna hjá öldruðum.
Einkenni svo sem þreyta, rugl, órói og lystarleysi hjá öldruðum eru ekki séreinkenni þvagfærasýkinga og ættu því ekki að leiða til að þvagsýni sé tekið nema eftir ítarlegt klínískt mat þar sem aðrar ástæður fyrir einkennunum hafa verið vegnar og metnar.
Illa lyktandi þvag eða gröftur í þvagi eru ekki ábending fyrir sýklalyfjameðferð.
Nýtilkomin staðbundin einkenni – sviði, endurtekin þörf á þvaglátum, þvagleki – ættu að leiða til að tekið sé sýni og að möguleg þvagfærasýking sé meðhöndluð.
Séu taldar líkur á þvagfærasýkingu sjái heimilislæknir um meðferðin á stofu (dagvinnutíma).
Þunguðum konum með sýkla í þvagi ætti alltaf að gefa sýklalyf vegna aukinnar hættu á nýrnabólgu.