Eftirfarandi ráðleggingar eiga aðeins við konur á breytingarskeiði en ekki í snemmbærum tíðahvörfum.

 

Nota skal einstaklingsmiðaða meðferð eftir þörf og aðlaga að einkennum. Taka skal tillit til einkenna og upplifunar konunnar og áhrifum einkenna á lífsgæði.

 

Ekki er ráðlagt að hefja hormónameðferð ef kona er með ógreindar blæðingar frá leggöngum, brjóstakrabbamein eða aðra estrogenháða illkynja sjúkdóma, alvarlega lifrar- eða gallsjúkdóma,djúpan bláæðasega eða lungnablóðrek, hjarta- og æðasjúkóma og porphyrea cutaneous tarda.

 

Gæta skal varkárni ef að til staðar er saga um sykursýki, SLE, slæman astma, flogaveiki, mígreni, lifrarhemangiom og heilabilun.

 

Íhugið að vísa konu til viðeigandi sérfræðings ef til staðar eru frábendingar eða óvissa um hvað sé rétta og besta meðferðin við einkennum breytingaskeiðs.