Í hraustum konum yfir 45 ára með einkenni breytingarskeiðs fer greining fram ÁN RANNSÓKNA hjá: 

  • Konum á breytingaskeiði með einkenni svo sem hita- og svitakóf og óreglulegar blæðingar.
  • Konum sem hafa ekki haft blæðingar á síðustu 12 mánuðum og eru ekki að nota hormón.
  • Konum án legs sem eru með einkenni breytingaskeiðs.


Erfitt getur verið að greina tíðahvörf hjá konum sem eru að taka hormón til dæmis vegna mikilla blæðinga. 


Ekki er ráðlagt að nota FSH til að greina tíðahvörf í konum sem eru á hormónameðferð (til dæmis sem getnaðarvörn eða háskammta progesteron meðferð til dæmis vegna blæðingatruflana).


Mögulega skal panta FSH ef:

  • Kona er 40-45 ára og með einkenni breytingaskeiðs og breytingar á tíðahring og grunur er um snemmbær tíðahvörf.
  • Kona er undir 40 ára og grunur er um eggjastokkabilun.
  • Í stöku undantekningartilvika (til dæmis hjá konum með hormónalykkju og grunur er um tíðahvörf).


Ekki er ástæða til að nota eftirfarandi rannsóknir eða myndgreiningu til að greina tíðahvörf eða snemmbær tíðahvörf í konum yfir 45 ára:

  • Anti Mullerian hormón
  • Inhibin A eða B
  • Estradiol eða önnur kynhormón
  • Antral follicle count
  • Ovarian volume