Grunnáhætta á brjóstakrabbameini hjá konum á breytingaskeiði er mismunandi milli kvenna vegna mögulegra undirliggjandi áhættuþátta.
Hormónameðferð með estrogeni eingöngu tengist lítilli eða engri breytingu á áhættu á brjóstakrabbameini.
Hormónameðferð með samsettri meðferð estrogens og progesterons getur tengst aukinni áhættu á brjóstakrabbameini. Rannsóknir á Tiboloni eru misvísandi en það eykur sennilega ekki áhættu á brjóstakrabbameini. Rannsóknir á Mirena eru einnig misvísandi með tilliti til brjóstakrabbameins.
Microniserað progesteron virðist auka hættu á brjóstakrabbameini eftir 5-6 ára notkun.
Dánartíðni vegna brjóstakrabbameins er lægri hjá konum sem nota hormóna en hjá sambærilegum hópi án hormóna.
Öll aukning á hættu á brjóstakrabbameini er tengd meðferðarlengd og minnkar þegar hormónameðferð er hætt.
Í ljósi ofangreinds þarf að skoða einstaklingsbundna áhættu í samráði við viðeigandi sérfræðinga eða skoða áhættutöflur sem til eru meðal annars MHRA áhættutöflu NICE