Útskýrið fyrir konum að áhætta á bláæðasega eykst með meðferð hormóna um munn/töflumeðferð.

Íhugið að bjóða konum með aukna áhættu á bláæðasega (sem og konum með BMI yfir 30) frekar hormónameðferð um húð.

Íhugið að vísa konum með aukna/háa áhættu á bláæðasega (sterka fjölskyldusögu eða erfðatengda áhættuþætti) til blóðmeinalæknis til rannsóknar áður en hormónameðferð er hafin.