Mataræði er hornsteinn meðferðar við sykursýki af öllum gerðum. Ráðleggingar um mataræði fyrir fólk með sykursýki af tegund 2 eru að miklu leyti þær sömu og fyrir fólk almennt, en þær fela í sér að borða holla og fjölbreytta fæðu i hæfilegum skömmtum.
Áherslan er á matvæli sem eru næringarrík frá náttúrunnar hendi, eins og grænmeti, ávexti, ber, hnetur, fræ heilkornavörur, baunir, linsur, jurtaolíur, hreinar mjólkurvörur, fisk og kjöt. Vatn er svo ávallt besti valkosturinn til drykkjar. Mismunandi tegundir kolvetna geta haft mismunandi áhrif á blóðsykur, því er ólíkt milli einstaklinga, hve mikið magn kolvetna í fæðu er ráðlagt. Flestum nægir að huga að gæðum þeirra í fæðunni.
Fagfólk heilsugæslunnar getur leitað til næringarfræðings ÞÍH til að aðstoða skjólstæðinga sem best. Til langs tíma er mikilvægt að tryggja aðkomu næringarfræðinga að teymisvinnu heilbrigðisstarfsmanna sem sinna meðferð við sykursýki.
Leiðbeiningar um mataræði fyrir heilbrigðisstarfsfólk
Fræðsluefni fyrir einstaklinga með sykursýki af tegund 2: íslenska, enska, pólska
Fræðsluefni á öðrum tungumálum á www.diabetes.no og www.diabetes.dk
Fræðsla/glærur t.d. fyrir námskeið: með notes, án notes
Ráðleggingar um mataræði myndrænt