Járnofhleðsla er arfgengur sjúkdómur sem veldur því að líkaminn tekur upp meira af járni úr meltingarvegi en hann þarf.
Járnið safnast fyrir í líkamanum og getur valdið óþægindum og í alvarlegum tilfellum leitt til skemmda á líffærum.
Ekki er hægt að meðhöndla járnofhleðslu með næringarmeðferð einni saman en hún er mikilvægur stuðningur og viðbót við aðra meðferð.