Aðgengileg þjónusta milli 8-16 alla virka daga
Sími: 825-3525
Netfang: lyfjaupplysingar@landspitali.is
Tilvísun í gegnum Sögu til Miðstöðvar lyfjaupplýsinga
Miðstöð lyfjaupplýsinga var opnuð árið 2010. Eitt af meginverkefnum lyfjafræðinga þar er að svara fyrirspurnum og veita ráðgjöf til heilbrigðisstarfsfólks um lyf og lyfjagjöf. Miðstöð lyfjaupplýsinga hefur það að markmiði að efla öryggi og gæði þeirrar ráðgjafar sem lyfjafræðingar veita og þar með stuðla að öruggari lyfjanotkun. Réttar, gagnreyndar upplýsingar og hvernig þeim er miðlað til lækna og hjúkrunarfræðinga er mikilvægur þáttur í að tryggja rétta lyfjagjöf, koma í veg fyrir lyfjatengd vandamál og auka þar með öryggi sjúklinga.
Ráðgjöf lyfjafræðinga felst í því að meta þau gögn og upplýsingar sem fyrir liggja, bæði almenns eðlis og fyrir tiltekna sjúklinga, og gefa lyfjafræðilegt álit í hnitmiðuðu svari sem skráð er í Sögu.