Hlutverk nefndarinnar er meðal annars að vinna að öruggri og skynsamlegri notkun lyfja sem ávísað er eða notuð innan heilsugæslu og á hjúkrunar– eða 
dvalarheimilum svo og að útbúa leiðbeiningar um lyfjaval. Svokallaðan lyfjalista.

Nefndin hefur nú þegar hafið störf og er byrjuð að vinna að mörgum þáttum sem styðja við markmið starfsins. 

Nefndin væntir góðs af samstarfi við starfsfólk heilsugæslunnar í þessu mikilvæga viðfangsefni.

Reglugerð um skipan, hlutverk og starfsemi lyfjanefndar LSH og lyfjanefndar ÞÍH tók gildi þann 1. janúar 2021. 

Slík nefnd innan heilsugæslunnar er nýlunda. 

Nefndin er skipuð:

Jón Steinar Jónsson, yfirlæknir á ÞÍH, formaður
  Anna Bryndís Blöndal, lyfjafræðingur ÞíH, varaformaður
  Gunnlaugur Sigurjónsson, heilsugæslulæknir Höfða
  Hannes Hrafnkelsson, heilsugæslulæknir Seltjarnarnesi

  Gunnur Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu

Varamenn eru:
 Arnar Þór Guðmundsson, yfirlæknir 
Selfossi
Emil L. Sigurðsson, forstöðumaður ÞÍH
Heiða S. Davíðsdóttir, fagstjóri hjúkrunar og svæðisstjóri Sólvangi
Jón Bjarnarson, yfirlæknir Lágmúla
Sigurlaug Elmarsdóttir, lyfjafræðingur HSN

frá 1. fundi Lyfjanefndar 24. febrúar 2021