Sykursýki

Algengi fullorðinssykursýki fer hratt vaxandi. Formfast skipulag þjónustu/meðferðar einstaklinga með fullorðinssykursýki er mikilvægt til að ná sem bestum árangri og stuðla að góðri meðferðarheldni og virku framlagi sjúklinga í meðferð sjúkdómsins. Móttökur með sérþjálfuðum hjúkrunarfræðingum, með innköllun sjúklinga, fræðslu, ávísun á hreyfingu, stuðningi og hvatningu er talið líklegt til að auka gæði og árangur þjónustunnar.

  • Skipulegar sykursýkismóttökur eiga sér alllanga sögu í heilsugæslu á Íslandi en eingöngu á sumum heilsugæslustöðvum og skipulag og framkvæmd hefur ekki verið samræmt
  • Sykursýkiseyðublað í Sögu var þróað í samvinnu innkirtladeildar LSH og HH og varð að veruleika árið 2006
  • Í samvinnu innkirtladeildar LSH og HH var unnið að leiðbeiningum um sykursýkismóttökur sem birtust á innri vef HH síðla árs 2016
  • Vorið 2019 hafa Hörður Björnsson og Unnur Þóra Högnadóttir heimilislæknar unnið að endurskoðun þessara leiðbeininga sérstaklega þann þátt sem snýr að lyfjameðferð
  • Frá haustinu 2018 hafa sykursýkismóttökur tveggja heilsugæslustöðva innan HH þróað samvinnu við göngudeild innkirtla á LSH
  • Sykursýkismóttaka í allri heilsugæslunni

    Með þeim verkfærum sem nú eru tilbúin og þeirri reynslu sem er til staðar er tímabært að stuðla að því að sykursýkismóttökur verði almennt settar á laggirnar í heilsugæslunni á Íslandi

    • Kynning á leiðbeiningum um sykursýkismóttökur 2019-2020 í allri heilsugæslunni
    • Unnið að samræmdu skipulagi og verklagi í sykursýkismóttökum í heilsugæslu
    • Samstarf við innkirtladeild LSH þróað m.a. með fjarlækningaaðferðum
    • Þróað samstarf ÞÍH, heilsugæslunnar og næringarfræðinnar
    • Hreyfiseðlar verði markvisst notaðir sem úrræði í sykursýkismóttökum
    • Áfram unnið að verkefni sem snýr að miðlægri skráningu á sykursýki sem gefur m.a. möguleika á að fylgjast með árangri í meðferð við sykursýki

    Markmiðið er að í lok árs 2020 verði sykursýkismóttökur á öllum heilsugæslustöðvum á landinu. 


    Uppbygging á heilsueflandi móttökum í heilsugæslunni fylgi síðan í kjölfarið. Í heilsueflandi móttökum er hjúkrunarfræðingur teymisstjóri í teymi þar sem samhliða teymisstjóra starfa læknir, hreyfistjóri og sálfræðingur ásamt næringarfræðingi HH. Markmiðið er að aðstoða skjólstæðinga til að takast á við áhrifaþætti heilsu til að efla heilsu sína.

    Nánari upplýsingar á heilsueflandi móttökur.