SÁLMA - Skynsamleg ávísun lyfja með ávanahættu

Hérlendis er meira ávísað ópíóíðum, róandi lyfjum og svefnlyfjum en á hinum Norðurlöndunum. 

Ástæður fyrir meiri ávísun og notkun þessarra lyfja á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin er óþekkt. Hins vegar er læknum ljós áhættan af notkun lyfjanna og WHO skilgreinir þessa lyfjaflokka sem hááhættulyf (high-risk medication).

Sálmaverkefninu (skynsamleg ávísun lyfja með ávanahættu) var hleypt af stokkunum á haustdögum 2024 og fyrstu umferð mun ljúka á haustdögum 2025 með áherslu á ópíóíða.

 Verkefnið byggir á fundum með hverri heilsugæslustöð þar sem fjallað er um langvinna verki og kosti og ókosti ópíóíðameðferðar við langvinnum verkjum. Gögn um ávísanir á ópíóíða á hverri heilsugæslustöð eru kynnt og rædd og hvatt til skynsamlegrar notkunar þessara lyfja. Stefnt er að því að kynna síðan fyrir hverri heilsugæslustöð þróun á þessum ávísunum frá ári til árs

Sálmaverkefnið tengist WHO verkefni um Lyf án skaða (tengill á heimasíðu) sem leitt er hérlendis af Embætti landlæknis.