Sjúkraþjálfari - Hvatning til hreyfingar og eftirfylgd
Sjúkraþjálfari - Hvatning til hreyfingar og eftirfylgd
Ráðleggingar um mataræði: íslenska, enska, pólska
Næringarmeðferð - leiðbeiningar
Eldri einstaklingar með sykursýki
Fótamein sykursjúkra - leiðbeiningar frá LSH
Sjónukvilli - Snemmgreining og eftirlit
Langvinnur nýrnasjúkdómur (CKD)
Sænskar ráðleggingar um hreyfingu fólks með sykursýki2
Ókeypis app fyrir fólk með sykursýki (RetinaRisk)
Hreyfing er mikilvægur hluti af meðferð við mörgum algengum sjúkdómum svo sem sykursýki, háþrýstingi, þunglyndi, kvíða, verkjum, ofþyngd eða öðrum lífsstílstengdum vandamálum.
Telji læknar eða aðrir heilbrigðisstarfsmenn að hreyfing ætti að vera hluti af meðferð við þínum sjúkdómi er þér vísað til sjúkraþjálfara með aðsetur á heilsugæslunni þinni. Þú getur einnig haft frumkvæði að því að óska eftir tilvísun á hreyfiseðil.
Ávísun í hreyfiseðill felur í sér einnar klukkustundar viðtalstíma hjá sjúkraþjálfara þar sem farið er í gegnum heilsufarssögu, sjúkdómseinkenni og hreyfivenjur. Sett eru upp markmið og hreyfiáætlun út frá þinni getu að teknu tilliti til ákveðinna heilsufarsmælinga, sjúkdóma og heilsuvanda. Út frá þessu færðu ráðleggingar um tegund hreyfingar, magn, ákefð og tímalengd.
Þú skráir hreyfingu þína rafrænt eða símleiðis og færð hvatningu og aðhald með tölvupóstum eða símtölum. Á þriggja mánaða fresti fær læknir / heilbrigðisstarfsmaður greinargerð frá sjúkraþjálfaraþar sem mat er lagt á framvindu og árangur meðferðarinnar. Meðferð getur varað í eitt ár allt eftir óskum þínum og er þér að kostnaðarlausu að undanskildu viðtalinu þar sem greitt er komugjald.
- Taka á móti einstaklingum sem hafa fengið uppáskrifaðan hreyfiseðil
- Gera viðeigandi mælingar og setja upp einstaklingsbundna áætlun í samráði við einstaklinginn
- Kenna á skráningu hreyfingar
- Senda viðkomandi heilbrigðisstarfsmanni eða lækni greinargerð þegar 3, 6, 9, 12 mánuðir eru liðnir frá því meðferð hófst
- Vera í faglegum samskiptum við lækna eða aðra heilbrigðisstarfsmenn eftir því sem við á
- Kynna hreyfiseðilinn fyrir nýjum heilbrigðisstarfsmönnum sem á vinnustaðnum starfa
- Áhugahvetjandi samtal um möguleika og getu til aukinnar hreyfingar
- Einstaklingur svarar virknispurningum og fer í 6 mín. göngupróf
- Útbúa hreyfiáætlun í samráði við einstaklinginn
- Velja hreyfiúrræði, magn, ákefð og tímalengd í samráði við einstaklinginn
- Ákveða með hvaða hætti eftirfylgdinni verður sinnt
- Sjúkraþjálfari nýtir sér tölvukerfið til þess að fylgja einstaklingi eftir
- Hringja í einstakling ef hann nær ekki að fylgja áætlun eða með skv verklagsreglum
- Greinargerðir eru sendar til heilbrigðisstarfsmanns/læknis með reglulegu millibili
- Hægt að framlengja hreyfiseðli í allt að ár
- Eftir þrjá, sex, níu eða tólf mánuði - allt eftir því hvernig gengur að koma ráðlagðri hreyfingu inn í lífsvenjur
- Einstaklingur þarf eftirfylgd lengur en í eitt ár, þá er það að sjálfsögðu mögulegt
Sjúkdómur | Rannsóknir sýna | Ráðlögð þjálfun tíðni/ákefð/tímalengd | Hvað gerist | Til umhugsunar |
Sykursýki I (E10) | Engar sannanir fyrir því að hreyfing minnki líkur á því að fá DM-1 Til að ná sem bestum árangri í blóðsykurstjórnun ættu ekki að líða meira en 2 dagar á milli æfinga. Loftháð þjálfun bætir blóðsykurstjórn (HbA1c) | Loftháð þjálfun Miðlungs ákefð (12-13 á Borg); lágmark 150 mín, 3-7x í viku (20-50 mín) eða Mikil ákefð (13-16 á Borg); lágmark 75 mín 3-5x í viku (15-25 mín) eða Blanda miðlungs og mikilli ákefð; í lágmark 90 mín á viku (30mín 3x í viku) Styrktarþjálfun Ekki til neinar rannsóknir sem sanna virkni þess konar þjálfunar | DM 1: hreyfingin eykur insúlínnæmi, eykur flæði glúkósa til vöðva með því að styrkja endoþel æðanna, háþrýstingur minnkar, vinstri ventricular fyllist betur, bólga minnkar. | Vegna aukinnar hættu á blóðsykurslækkun í kjölfar þjálfunar gæti þurft að draga úr insúlíngjöf fyrir æfingar og passa upp á rétta kolvetnainntöku fyrir og eftir æfingar. Þarf að mæla reglulega blóðsykurinn þegar farið er af stað í þjálfun. Hypoglycemia gæti komið fram ef einstaklingar eru að nota insúlín. Autonomic neuropathia gæti verið til staðar, þess vegna gott að notast við Borg í stað þess að mæla púls. Bíða með hreyfingu ef sykur er >17 mmól eða <7 mmól. |
Sykursýki II (E11) | Þjálfun eykur insúlínnæmi líkamans. Áhrifin haldast áfram í 16 tíma en eru alveg farin úr líkamanum eftir 48 tíma. Þess vegna er mikilvægt að ekki líði of langt á milli þjálfunardaga. | Þolþjálfun af miðlungs ákefð 3-7x/viku 12-13 Borg Í a.m.k. 20-50 mín Þolþjálfun af mikilli ákefð 3-5x/viku 14-17 á Borg Í a.m.k. 15-25 mín Styrktarþjálfun 2-3x/viku 8-10 æfingar 8-12 endurtekningar | Regluleg þjálfun eykur insúlínnæmi, sem þýðir að insúlínstýrð glúkósaupptaka er auðvelduð. | Til að ná sem bestri blóðsykurstýringu er mælt með að það líði ekki meira en tveir dagar milli þjálfunar. Sambland af þolþjálfun og styrktarþjálfun gefur bestan árangur. Áhrif þjálfunar á HbA1c eru vel sambærileg við áhrif lyfja sem gefin eru við sykursýki II |