Efri öndunarfærasýking ≤ 10 daga með lituðu nefrennsli, lítill til meðal sár verkur í andliti/kinnkjálka = sjálfmeðhöndlun – bíða og sjá.
Efri öndunarfærasýking > 10 daga með lituðu nefrennsli, sárum verk í andliti/kinnkjálka, versnar stundum eftir kvef í 5–7 daga = sjúklingur komi til læknis til skoðunar.
Sýking í skútum þar sem sýklalyf geta komið að gagni:
Ef 3 af þessum 4 einkennum eru til staðar er líklegt að um skútabólgu af völdum bakteríu sé að ræða. Ef < 3 af þessum einkennum eru til staðar, íhugið röntgen eða að bíða og sjá.
Slím/útferð í miðgöngum í nefkoki er óvanalegt en visst merki um bakteríutengda skútabólgu.
Röntgenmynd sýnir merki um vökvasöfnun eða stíflaðan skúta = líklega skútabólga af völdum baktería. (Slímhimnubólga ein sér dugir ekki sem greining).
Alvarleg einkenni
Sjúklingar með sára verki, staðbundnar bólgur eða háan hita – taka án tafar ákvörðun um meðferð og hvort senda eigi sjúkling á göngudeild HNE eða bráðamóttöku.
Langvarandi skútabólga
Margar mismunandi ástæður mögulegar, svo sem ofnæmi, tannsýkingar, separ, endurtekið smit frá börnum og barnabörnum og fleira. Íhuga skal tilvísun til háls- nef- og eyrnalæknis, sérstaklega ef einkennin vara lengur en í 3–4 vikur.