Skútabólga

The control has thrown an exception.

Bakgrunnur

 
  • Kvef veldur alltaf skútabólgu og getur þar af leiðandi valdið verkjum frá andlitsholum, ásamt hor og nefrennsli.
 
  • Flestar bakteríusýkingar í skútum læknast af sjálfu sér. Einkennin eru oft langvarandi, 2–3 vikur, óháð því hvort sýkingin er meðhöndluð með sýklalyfjum eða ekki.
 
  • Alvarlegir fylgikvillar eru afar sjaldgæfir. 


Skútabólga hjá fullorðnum

Almenn ráð

Ávallt skal bjóða reykingafólki með öndunarfærasýkingu meðferð til að hætta reykingum.

 
 
 
 
 
 
 
 


Skútabólga hjá börnum

Börn fá yfirleitt efri öndunarfærasýkingu (kvef) 6–8 sinnum á ári. Börn geta verið með mislitan hor, jafnvel lengi, án þess að þarfnast sýklalyfjameðferðar. Sýklalyf gagnast ekki börnum með fylgikvillalausa skútabólgu. Gáið að aðskotahlut sé barn með stöðugt graftarkennt nefrennsli frá annarri nösinni.

Almennar ráðleggingar

Bráð einkenni sem byrja með sárum verk, staðbundnum þrota, háum hita og almennum áhrifum, þ.m.t. slappleika gætu bent til sáldbeins- eða ennisskútabólgu. Þessum sjúklingum ætti að veita tafarlausa meðferð og vísa áfram til barnalæknis eða háls- nef- og eyrnalæknis. Sjá frekar undir liðnum „Merki um alvarlega sýkingu hjá börnum“ aftast í bæklingnum.