- Venjuleg einkenni veirusýkingar í öndunarvegi eru t.a.m. nefrennsli, hósti, hæsi eða blöðrur í munni eða hálsi. Ekki þörf á sýni fyrir streptókokkapróf.
- Mjög óvanalegt er að grúppu A hemolýtískir streptókokkar valdi sýkingu í hálsi hjá börnum yngri en 3 ára og því ætti almennt að huga að annarri sjúkdómsgreiningu.
- Taka þarf afstöðu til þess hvort kostir sýklalyfjameðferðar vegi þyngra en ókostirnir fyrir sjúklinginn áður en tekin er afstaða til greiningar á ástæðu, t.d. með streptókokka-hraðprófi.
- Notið Centor-lykileinkenni til að meta þörfina á streptókokkaprófi hjá einstaklingum ≥ 3 ára
- Hiti ≥ 38,5°C
- Aumir/bólgnir eitlar á hálsi (neðan við angulus mandibula)
- Skán á kverkeitlum*
- Enginn hósti
- Hjá börnum 3–6 ára dugir sem skilyrði að kverkeitlar séu bólgnir (roði og bólga)
- Ef minnst 3 Centor-lykileinkenni eru til staðar er ástæða til að gera streptókokka-hraðpróf. Séu Centor-lykileinkenni færri en 3 er ekki neitt gagn af sýklalyfjum jafnvel þótt sýna megi fram á streptókokka.
- Ef minnst 3 Centor-lykileinkenni eru til staðar og streptókokka-hraðpróf er jákvætt er mælt með sýklalyfjum. Sé streptókokkapróf neikvætt er mælt með einkennameðferð eftir þörfum. Hugleiðið greiningu fyrir einkyrningssótt.
- Ekki er hægt að greina með CRP á milli kok- og eitlabólgu af völdum veira eða baktería.
- Upplýsið sjúklinginn um eðlilega framvindu kok- og eitlabólgu, óháð ávísun á sýklalyf. Endurkoma ef versnar eða batnar ekki innan 3 daga.
Hálsbólga
Hálsbólga
Fullorðnir: Fenoxýmetýlpenicillín 1 g x 3 í 10 daga.
Börn: Fenoxýmetýlpenicillín 12,5 mg/kg x 3 í 10 daga.
Við ofnæmi eða endursýkingu (innan 4 vikna) er mælt með að gefa klindamýcín, einkum ef hætta er á týpu-1- ofnæmi. Fullorðnir fá 300 mg x 3 í 10 daga, börn 5 mg/kg x 3 í 10 daga.
Til vara við endursýkingu: cefalosporín (cefalexín). Fullorðnir fá 500 mg x 2 í 10 daga, börn 15 mg/kg x 2 í 10 daga.
Komi meðferðin ekki að gagni skal endurmeta ástæður sýkingarinnar.
Bakgrunnur
|