Örugglega bráð miðeyrnabólga | Graftarkenndur vökvi í miðeyra, hljóðhimna útbungandi, ógegnsæ, með breyttum lit eða stíf. |
Óvissa um miðeyrnabólgu | Hljóðhimna ógegnsæ, breytt á lit, stíf en ekki útbungandi, eða ekki hægt að meta hljóðhimnu. |
Ekki bráð miðeyrnabólga | Hljóðhimna breytt á lit, en bifanleg, eða gegnsæ, inndregin eða í eðlilegri stöðu, stíf. (= vökvi í miðeyra). |
Bráð miðeyrnabólga
Bráð miðeyrnabólga
Bakgrunnur
|
Greiningarviðmið:
- Hratt vaxandi einkenni, svo sem eyrnaverkur, grátur, pirringur, hiti, hefur hægar um sig / svefn / matarlyst minnkar, oftast samtímis sýkingu í efri öndunarfærum.
- Skoðun leiðir í ljós hljóðhimnubólgu og ígerð í miðeyra eða hlust.
Hjálpartæki við greiningu:
- Eyrnasjá með blæstri (pneumotoscopy), þrýstingsmælir og smásjá, helst ásamt hljóðholsmælingu.
Eftirfylgni bráðrar miðeyrnabólgu og eyrnabólgu með vökva í miðeyra
Markmið eftirfylgni er að finna börn með heyrnarskerðingu og bjóða meðferð. Sjúklingum með þrálát einkenni, svo sem verki, þrýstings- eða hellutilfinningu, gröft í eyra eða skert jafnvægi ætti að bjóða fljótt læknisskoðun.
Ekki þörf á eftirliti
Börn og fullorðnir með bráða miðeyrnabólgu í öðru eyranu án fylgikvilla og hitt eyrað eðlilegt.
Börn og fullorðnir með eyrnabólgu og vökva í miðeyra öðru megin án vísbendinga um heyrnarskerðingu eða önnur óþægindi frá eyra.
Eftirlit
Börn yngri en 4 ára með bráða miðeyrnabólgu í báðum eyrum, eða bráða miðeyrnabólgu öðru megin og eyrnabólgu með vökva í hinu eyranu ætti að skoða aftur eftir 3 mánuði.
Við eyrnabólgu með vökva í báðum eyrum með vísbendingu um skerta heyrn í að minnsta kosti 3 mánuði er mælt með tilvísun til háls-, nef- og eyrnalæknis.
Við eyrnabólgu með vökva í báðum eyrum án einkenna um skerta heyrn er mælt með endurkomu eftir aðra 3 mánuði.