Örugglega bráð miðeyrnabólga | Graftarkenndur vökvi í miðeyra, hljóðhimna útbungandi, ógegnsæ, með breyttum lit eða stíf. |
Óvissa um miðeyrnabólgu | Hljóðhimna ógegnsæ, breytt á lit, stíf en ekki útbungandi, eða ekki hægt að meta hljóðhimnu. |
Ekki bráð miðeyrnabólga | Hljóðhimna breytt á lit, en bifanleg, eða gegnsæ, inndregin eða í eðlilegri stöðu, stíf. (= vökvi í miðeyra). |
Bráð miðeyrnabólga
Bráð miðeyrnabólga
Bakgrunnur
|
Greiningarviðmið:
- Hratt vaxandi einkenni, svo sem eyrnaverkur, grátur, pirringur, hiti, hefur hægar um sig / svefn / matarlyst minnkar, oftast samtímis sýkingu í efri öndunarfærum.
- Skoðun leiðir í ljós hljóðhimnubólgu og ígerð í miðeyra eða hlust.
Hjálpartæki við greiningu:
- Eyrnasjá með blæstri (pneumotoscopy), þrýstingsmælir og smásjá, helst ásamt hljóðholsmælingu.
Fyrsta val | Endurtekning | Ekki árangur af meðferð | |
---|---|---|---|
Börn |
Amoxicillín15–20 mg/kg x 3 í 5 daga. Við grun um minnkað næmi |
Amoxicillín 40 mg/kg x 2 í |
Amoxicillín-klavúlanat 40 |
Fullorðnir |
Amoxicillín 500–750 mg x 2 í 5 daga. Við pensilín-ofnæmi skal |
|
Endurtekin sýking = ný bráð miðeyrnabólga innan mánaðar frá því að einkenni hurfu.
Árangurslaus meðferð = óbreytt eða að bráð miðeyrnabólga versnar eða blossar upp aftur, þrátt fyrir a.m.k. þriggja sólarhringa sýklalyfjameðferð. Almennt hefur ræktun úr nefkoki lítið gildi, en gæti þó gagnast ef grunur er um fjölónæma pneumókokka. Ef til vill ræktun frá miðeyra hafi komið gat á hljóðhimnu.
Endurtekin bráð miðeyrnabólga
Að minnsta kosti 3 tilfelli bráðrar miðeyrnabólgu á 6 mánaða tímabili, eða minnst 4 tilfelli á einu ári. Ef liðnir eru a.m.k. 6 mánuðir frá síðustu eyrnabólgu telst ný eyrnabólga vera tilfallandi.
Meðferð
Börnum með endurtekna bráða miðeyrnabólgu skal vísa til háls-, nef- og eyrnalæknis eða sérfræðings í smitsjúkdómum eða ónæmisfræði barna. Ný tilvik skal meðhöndla með amoxicillíni x 3 í 10 daga.
Meðferð votrar „röreyrnabólgu“
Byrja á eyrnadropum (Hydrocortison m.Terram.) í 5–7 daga (2–3 dropar, 2–3svar á dag) ef sjúklingur er að öðru leyti einkennalaus.
*Erýtromýcín-mixtúra er ekki skráð á Íslandi. Gefa má börnum 6 mánaða og eldri azítromýcín. Cefalexín kemur einnig til greina en krossofnæmi er á bilinu 10 – 20%.
Eftirfylgni bráðrar miðeyrnabólgu og eyrnabólgu með vökva í miðeyra
Markmið eftirfylgni er að finna börn með heyrnarskerðingu og bjóða meðferð. Sjúklingum með þrálát einkenni, svo sem verki, þrýstings- eða hellutilfinningu, gröft í eyra eða skert jafnvægi ætti að bjóða fljótt læknisskoðun.
Ekki þörf á eftirliti
Börn og fullorðnir með bráða miðeyrnabólgu í öðru eyranu án fylgikvilla og hitt eyrað eðlilegt.
Börn og fullorðnir með eyrnabólgu og vökva í miðeyra öðru megin án vísbendinga um heyrnarskerðingu eða önnur óþægindi frá eyra.
Eftirlit
Börn yngri en 4 ára með bráða miðeyrnabólgu í báðum eyrum, eða bráða miðeyrnabólgu öðru megin og eyrnabólgu með vökva í hinu eyranu ætti að skoða aftur eftir 3 mánuði.
Við eyrnabólgu með vökva í báðum eyrum með vísbendingu um skerta heyrn í að minnsta kosti 3 mánuði er mælt með tilvísun til háls-, nef- og eyrnalæknis.
Við eyrnabólgu með vökva í báðum eyrum án einkenna um skerta heyrn er mælt með endurkomu eftir aðra 3 mánuði.