Sjúklingur er oft veikindalegur, oft með hraðöndun (tachypnea) >20/mín. eða hjartahraðslátt >120/mín. og einkenni/teikn sem hér segir:
Algeng einkenni: Hiti, hósti, mæði, nýtilkomin áberandi þreyta og takverkur.
Algeng teikn: Staðbundið dregið úr öndunarhljóðum, staðbundin aukahljóð (brak/snörl) eða bankdeyfa.
Ekki þarf CRP ef klár klínísk einkenni lungnabólgu liggja fyrir, en getur komið að gagni við eftirfylgd. Yfirleitt þarf ekki lungnamynd til að staðfesta greiningu.
Sýklalyfjameðferð fullorðinna
Metið hversu alvarlegt ástandið er áður en ákvörðun er tekin um hvort leggja þurfi viðkomandi inn á sjúkrahús.
Fyrsta val: Amoxicillín 1 g x 3 í 7 daga. Til að byrja með þarf ekki að hugsa um mýkóplasma-meðferð þar sem sýkingin lagast alla jafna af sjálfu sér. Klínísk birtingarmynd er vanalega önnur. Ef meðferð skilar ekki árangri eða pensilínofnæmi: þá doxýcýklín í 7 daga, 200 mg/dag fyrstu 3 dagana, svo 100 mg x 1. Einnig koma erýtromýcín og cefalexín til greina. Ath. ónæmi sbr. það sem áður er sagt um meðferð á miðeyrnabólgum.
Eftirfylgd
Klínískt eftirlit (símtal eða skoðun) eftir 6–8 vikur. Ráðleggja þó skjóta endurkomu ef sjúklingur lagast ekki á 1-2 sólarhringum.