Barn með talsverð einkenni, hita, hraðöndun og stundum hósta. Ekki þarf CRP þegar örugg, klínísk greining lungnabólgu liggur fyrir, en getur haft þýðingu við eftirfylgd.
Algeng einkenni og teikn: Hraðöndun og talsverð almenn veikindaeinkenni (valda vel sýnilegum einkennum).
Hósti og önnur öndunarfæraeinkenni ekki alltaf til staðar.
Hraðöndun er mikilvægt merki um lungnabólgu: >50/mín hjá börnum <1 árs og >40/mín hjá börnum >1 árs eða barnið á erfitt með andardrátt.
Sýklalyfjameðferð barna
Metið hversu alvarlegt ástandið er áður en ákvörðun er tekin um hvort vísa eigi barninu á bráðamóttöku. Sjá meira í síðasta kafla bæklingsins „Merki um alvarlega sýkingu hjá börnum“.
Fyrsta val er amoxicillín (hlutfall pensilín-ónæmis á Íslandi hátt, frásog fenoxýmetýlpensilíns lakara). Til að byrja með þarf ekki að hugsa um mýkóplasma-meðferð þar sem sýkingin lagast alla jafna af sjálfu sér. Ef barn er með penisilínofnæmi gefið þá erýtromýcín eða azitrómýcín (f. börn ≥ 6 mánaða) ef gefa þarf mixtúru (erýtromýcín mixtúra ekki skráð á Íslandi).
Amoxicillín |
Erýtromýcín fyrir börn ≥ 6mán. |
Amoxicillín 15-20 mg/kg x3 í 5 daga. Við grun um minnkað næmi
pneumókokka gegn pensilíni: Amoxicillín 40 mg/kg x 2 í 5 daga. Við
pensilínofnæmi skal ávísa börnum ≥6 mánaða azitrómýcíni
|
Börn >35kg: Azitrómýcín mixtúra 10 mg/kg x 1 í 3 daga
Börn >35kg: Erýtromýcín sýruhjúphylki 250 mg x 4 í 7 daga
Erýtromýcín töflur 500 mg x 4 í 7 daga eða azitrómýcín mixtúra 10 mg/kg
x1 í 3 daga (mest 500 mg á dag)
|
Eftirfylgd
Símtal innan þriggja daga. Hafi engin bati orðið, endurmetið þá greininguna og fáið ef til vill lungnamynd. Sé grunur um mýkóplasma mætti setja barnið á erýtromýcín.