BJARGRÁÐ Á BIÐTÍMA

 ALVARLEGUR EÐA BRÁÐUR VANDI

 

  • Foreldrasíminn – 581-1799 Foreldrasíminn 581-1799 er neyðarsími fyrir foreldra og aðstandendur barna og ungmenna sem eiga í vanda vegna vímuefnaneyslu og annarra mála. Ráðgjöf er veitt alla daga og um helgar og nætur. Ráðgjafi hlustar og veitir stuðning til að ákveða næstu skref.

 

  • 1717 - Hjálparsími og netspjall Rauða krossins: Hægt er að benda skjólstæðingum á hjálparsíma og netspjall Rauða krossins sem hægt er að hafa samband við hvenær sólarhrings sem er og er þjónustan öllum opin. Þar er veittur stuðningur og áheyrn fyrir fólk sem vill ræða við hlutlausan aðila, t.d. vegna vanlíðanar, vandamála eða einmanaleika (www.1717.is).

 

ÞJÓNUSTA FYRIR BÖRN OG UNGMENNI: 

Netspjall: Ef þú vilt ekki tala við einhvern í síma geturðu haft samband í gegnum netspjall.

Framhaldsskólar

  • Í mörgum framhaldsskólum stendur nemendum til boða sálfræðiþjónusta. 
  • Námsráðgjafar, félagsráðgjafar og skólahjúkrunarfræðingar í skólum sinna stundum viðtölum við börn sem vantar stuðning vegna geðvanda.
  • Félagsþjónusta sinnir ýmiskonar þjónustu við börn t.d. uppeldisráðgjöf (t.d. PMT) til foreldra, liðveislu, úthlutar stuðningsfjölskyldum en einnig með viðtölum við félagsráðgjafa, fjölskylduráðgjafa eða aðra starfsmenn félagsþjónustunnar.
  • Sálfræðingar á þjónustumiðstöðvum sinna greiningum og ráðgjöf barna á leik- og grunnskólaaldri (t.d. ADHD, námsörðugleikar o.fl.). Tilvísun er yfirleitt send frá skóla barnsins.

Heilsugæsla

  • Á mörgum heilsugæslum eru starfandi sálfræðingar barna sem sinna mati og meðferð á vægum til miðlungsalvarlegum algengum tilfinningavanda: Kvíða, þunglyndi og áfallastreituröskun. Á sumum heilsugæslustöðvum er veitt ráðgjöf vegna vægs hegðunarvanda. 

Félagasamtök

Sjálfstætt starfandi sálfræðingar

 

SJÁLFSHJÁLPAREFNI: Til eru margar góðar sjálfshjálparbækur og fræðsluefni sem getur gagnast börnum og foreldrum barna með tilfinninga- og hegðunarvanda.

 

Hugræn atferlismeðferð myndband

  • Fræðslumyndband um Hugræna atferlismeðferð, ætlað unglingum.                                                       http://thinnbestivinur.is/ Youtube rás: „Vertu þinn besti vinur“.

 

Kvíði og annar tilfinningavandi

  • Hjálp fyrir kvíðin börn (https://www.forlagid.is/vara/hjalp-fyrir-kvidin-born/). Þessi gagnlega handbók er skrifuð af leiðandi sérfræðingum á sviði kvíðaraskana barna. Bókin getur hjálpað foreldrum og öðrum sem sinna börnum að skilja hvað veldur kvíða barnsins og að fylgja hagnýtum „skref-fyrir-skref“ leiðbeiningum til að hjálpa barninu að sigrast á kvíðanum. 

 

  • Ráð handa kvíðnum krökkum (https://www.forlagid.is/vara/rad-handa-kvidnum-kroekkum/) er bók byggð á hugrænni atferlismeðferð sem gagnast foreldrum og börnum sem glíma við kvíðavanda/eiga í erfiðleikum með að framkvæma eitthvað vegna ótta/hræðslu. Um er að ræða bæði lesbók og verkefnabók fyrir barnið. Höfundar bókarinnar eru þeir sömu og gerðu námskeiðið Klókir krakkar sem er kvíðanámskeið sem hefur verið keyrt víða um land og margir kannast við.

 

  • Bókaflokkurinn; Hvað get ég gert.... (www.hvadgeteggert.is) inniheldur fjórar bækur (sem hafa verið þýddar á íslensku). Hver bók tekur fyrir mismunandi vandamál en til eru bækur sem miðast að reiði, kvíða/áhyggjum, neikvæðni og svefni. Bækurnar eru ætlaðar börnum og eru byggðar á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar.
  • Bætt hugsun – Betri líðan (https://www.penninn.is/is/book/baett-hugsun-betri-lidan) er bók byggð á hugrænni atferlismeðferð en er ekki þróuð til nota með börnum með margvísleg sálfræðileg vandamál. Bókin inniheldur mikið af hagnýtum verkefnum sem hægt er að nota með börnum og ungmennum.

 

  • Ef börn eiga í erfiðleikum með að slaka á getur verið gott að benda foreldrum þeirra á bókina Aladdín og töfrateppið og fleiri ævintýrahugleiðslur fyrir börn (https://www.heimkaup.is/aladdin-og-tofrateppid) en í þeirri bók hefur þekktum ævintýrum verið breytt í slökunarhugleiðslur fyrir börn og sögurnar leiða mann í gegnum æfinguna.

 

  • Á pólsku: bókin Uczuciometr inspektora kvokoolyla – bók um tilfinningar eftir Susana Isern (hægt að finna hana á Borgarbókasafninu)

 

ADHD

  • Bækurnar; Lærðu að hægja á og fylgjast með og Lærðu að láta þér líða vel og vera í jafnvægi eru skrifaðar fyrir börn, sú fyrri er sérstaklega ætluð börnum sem glíma við erfiðleika sem tengjast ADHD en sú seinni fyrir þá sem eiga erfitt með tilfinningastjórnun (sem er oft fylgifiskur ADHD) t.d. áhyggjur, hvatvísi, vanlíðan, lítið sjálfstraust og ónóga samskiptafærni (https://www.adhd.is/is/utgafur/baekur). 
  • Ferðalag í flughálku, unglingar og ADHD er bók ætluð foreldrum og kennurum unglinga með ADHD og ekki síst unglingum sem glíma við ADHD. Tilgangur bókarinnar er að reyna að svara algengustu spurningunum um ADHD.
  • Hámarksárangur í námi með ADHD (les- og verkefnabók; https://www.adhd.is/is/utgafur/baekur) eru bækur skrifaðar um nám og námstækni fyrir einstaklinga með ADHD.
  • Inni á heimasíðu ADHD samtakanna má finna bæklinga og annað fræðsluefni um ADHD ( www.adhd.is)

 

Einhverfa og önnur þroskafrávik

  • Inni á heimasíðu Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins (https://www.greining.is/is/fraedsla-og-namskeid/hagnytt-efni-1) er hægt að finna ýmislegt fræðsluefni og hagnýtt efni tengt einhverfurófi og ýmsum þroskafrávikum. Einnig er vert að benda á námskeiðsframboð GRR en á hverju misseri eru haldin fjölmörg hagnýt námskeið fyrir foreldra, kennara og aðra fagaðila.

 

Reiði

 

Sjálfsmynd

 

Skilnaðir og stjúptengsl

 

Sorg

 

Tourette

  • Inni á heimasíðu Tourette samtakanna er fræðsluefni um tourette (www.tourette.is)
  • Inni á heimasíðu Tourette samtakanna (www.tourette.is/is/frodleikur-um-tourette/utgefnar-baekur) er hægt að finna ýmsar bækur tengdar tourette bæði fyrir börn, foreldra og kennara t.d. bækurnar; Af hverju ertu að þessu? og Tourette, hagnýtar leiðbeiningar fyrir kennara, foreldra og fagfólk. Einnig er þarna hægt að finna bókina Órólfur sem er barnabók um áráttu- og þráhyggjuröskun (OCD).

 

Heimasíður og lesefni um ýmiskonar vanda: 

 

  • Heilsuvera er heimasíða á vegum landlæknisembættisins og heilsugæslunnar. Síðan er ennþá í þróun en inni á henni má finna ýmist efni í tengslum við geðvanda barna og mun ýmislegt bætast við á næstunni (https://www.heilsuvera.is)

 

 

 

  • Inni á heimasíðu Litlu kvíðameðferðarstöðvarinnar er mikið af hlekkjum inn á allskonar fræðslu- og sjálfshjálparefni t.d. í tengslum við núvitund/tilfinningastjórn/slökun, kvíða, lágt sjálfsmat, þunglyndi/vanlíðan, uppeldi, ADHD o.fl. Einnig er fræðsluefni og verkfæri úr DAM, sem er inngrip sem notað er í mikilli vanlíðan); https://www.litlakms.is/sjalfshjalp

 

 

 

  • Hugrún er geðfræðslufélag með það að markmiði fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðraskanir og úrræði, sem og að auka samfélagslega vitund. Geðfræðsla – fræðsluefni.https://gedfraedsla.is/