Paracetamol
með eða án NSAID
Bólgueyðandi lyf - NSAID
- Naproxen skást í flokki NSAID lyfja með tilliti til aukaverkana á hjarta- og æðakerfi
- Ibuprofen (ef ASA meðferð, velja annað NSAID) Ibuprofen getur hamlað blóðflöguhemjandi áhrifum
- Celecoxib
Kódein + parasetamól í blöndu - eingöngu fyrir notkun í stuttan/afmarkaðan tíma
Parkodin
Fyrir sjúklinga sem ekki þola NSAID. Forðast hjá sjúklingum með ávanahættu. Almennt er talið að 10% af kódeini breytist í morfín sem gefur verkjastillingu. Hversu mikið umbreytist í morfín er mjög einstaklingsbundið. Ekki er mælt með kódeini til barna yngri en 18 ára, ófrískra kvenna og aldraðra.
Sterkari ópíóíðar
Sterkari ópíóíðar (til dæmis Parkodin forte, tramadol og morfínlyf) ættu ekki að vera meðferð við langvinnum verkjum nema í undantekningartilvikum. Sá læknir sem innleiðir meðferðina ætti að bera ábyrgð á henni þar til henni lýkur eða þar til ábyrgðin og meðferðarplan hefur verið fært til annars læknis með hans samþykki. Meðferð við bráðum verkjum ætti ekki að standa lengur en í 2 vikur enda eykst þá hættan á ávanabindingu.