Sykursýki - meðferðarmöguleikar

Meðferð við sykursýki 2 skal ávallt vera fjölþáttanálgun þar sem meðferðaraðilar (Á heilsugæslu yrðu það oftast heimilislæknir ásamt starfsfólki sykursýkismóttöku og sjúkraþjálfara) hjálpa sjúklingi að ná sínum markmiðum. Meðferð skal ávallt vera í samráði við sjúkling og einstaklingsbundin eftir getu og vilja sjúklings. Grunnmeðferð sjúkdómsins skal ávallt felast í að styðja sjúkling í réttu mataræði, relgulegri hreyfingu og styrktaræfingum ásamt góðum svefnvenjum og þyngdarstjórnun. Einnig er mikilvægt að forðast reykingar og að áfengi sé í hófi. Leggja skal áherslu á að fræða sjúkling og að hann beri aðal ábyrgð á meðferðinni.

Í sykursýki á lyfjameðferð sem hefur lítil áhrif á sykurstjórnun oft við til að hindra fylgisjúkdóma ef einstaklingur þolir þau ekki og ekki eru til staðar frábendingar. Þannig eru ACE eða ARB lyf notuð ef um albuminmigu er að ræða til að minnka líkur á nýrnabilun, statin meðferð er ábending hjá stórum hluta sjúklinga til að minnka líkur á hjartasjúkdómum og mikilvægt að háþrýstingur sé meðhöndlaður af sömu ástæðum.

HbA1c markmið

Góð sykurstjórnun er mikilvæg til að minnka einkenni hækkaðs eða lækkaðs blóðsykurs og til að fyrirbyggja fylgikvilla sykursýki 2. 

HbA1c markmið er <52 mmol/mol en þó mjög einstaklingsbundið. Við greiningu og árin þar á eftir má setja markmiðið neðar 42-48 mmol/mol. Hjá eldri og hrumum er markmiðið að minnka einkenni fremur en fylgikvilla og hærri gildi HbA1c ásættanleg.

Sjá nánari leiðbeiningar

Síðast uppfært 2019