1. Minnst eitt af eftirfarandi einkennum:
a. Óþægileg seddutilfinning eftir máltíðir
b. Fljótt saddur/södd
c. Verkur efst í miðjum kvið (epigastrii)
d. Sviðatilfinning efst í miðjum kvið (epigastrii)
2. Ekki merki um undirliggjandi sjúkdóm sem skýrir einkennin.
Meðferð
Við vægum og meðalvægum óþægindum er mælt með því að borða minni skammta og borða hægar og oftar. Hreyfing og streitustjórnun er mikilvæg.
Sumir sjúklingar með meltingarónot í efri hluta kviðarhols geta svarað PPI lyfjum, það er að segja geta haft magasýrutengd einkenni. Mjög mikilvægt er að meta áhrif af lyfjunum og yfirleitt er vika á meðferðinni nægileg meðferðarlengd til að meta hvort um er að ræða svörun við meðferðinni. Ef sjúklingurinn finnur ekki fyrir minnkandi einkennum eða ef ekki er um skýra svörun ætti að hætta PPI meðferð.
Forðast skal PPI lyf til langframa hjá þeim sem ekki hafa skýra jákvæða svörun við meðferðinni og geta mögulega haft slæm áhrif við langtímanotkun.
Amitriptyline
Ef verkir eru áberandi einkenni mætti reyna amitriptyline. Lyfið hefur virkni við verkjum í lágum skömmtum. Upphafsskammtur er 10 mg fyrir svefn sem má hækka um 10 mg á tíu daga fresti upp í 30-50 mg. Náist virkni ekki við 50 mg ætti ekki að hækka skammtinn meira.
Meðferðarlengd er 6-12 mánuðir og eftir það á að trappa út lyfjameðferðina. Það tekur nokkrar vikur að ná fram fullum áhrifum lyfsins. Hafa skal í huga að andkólínvirkar aukaverkanir hjá eldri einstaklingum.