Til að meta alvarleika kvíða og þörf á lyfjameðferð má styðjast við spurningalista svo sem GAD-7.
Aukin virkni og regluleg hreyfing eru mikilvægur hluti af meðferð.
Hugræn atferlismeðferð er virk meðferð sem ætti að bjóða eina og sér eða samfara lyfjameðferð.
Mikilvægt að skima fyrir notkun áfengis og annarra vímuefna.
Við lyfjameðferð hafa hinar mismunandi tegundir SSRI lyfja svipuð áhrif.
Panik, félagsfælni, PTSD
HAM er fyrsta meðferð með sambærilega virkni og lyfjameðferð, lengri áhrifum og minni aukaverkunum
- Sertraline
- Escitalopram eða Fluoxetine
Almenn kvíðaröskun
- Escitalopram
- Duloxetin
Áráttu og þráhyggja
Algengt er að háa skammta þurfi til að ná árangri.
Telst ekki fullgild tilraun nema háir skammtar SSRI hafi verið reyndir í að minnsta kosti 12 vikur
- Sertraline
- Escitalopram eða fluoxetine