Beinþynning

Almennt

Brot vegna beinþynningar eru algeng og er talið að við 75 ára aldur hafi um það bil 40 prósent kvenna, og 20 prósent karla hlotið slík brot. Algengustu beinþynningarbrotin verða í framhandlegg, lærleggshálsi og í hryggjarsúlu. Þeir sem nýlega hafa hlotið beinþynningarbrot og þeir sem eru á langtíma sterum eru í sérstakri áhættu á broti og hafa tvöfaldar líkur á að brotna miðað við einstakling með sömu T gildi.

Notuð er DEXA-beinþéttnimælitæki við greiningu. Þetta er einföld og sársaukalaus rannsókn sem mælir kalkmagn í beinum og segir þannig til hvort um beinþynningu sé að ræða. 

Samkvæmt skilgreiningu er miðað við T gildi við greiningu á beinþynningu. Þeir sem hafa T gildi sem eru -2.5 eða lægri eru skilgreindir með beinþynningu en gildin frá -1- -2.5 teljast beingisnun. Hærri gildi teljast eðlileg beinþéttni.

Síðast uppfært vor 2022