1. bekkur - september
4. bekkur - nóvember
7. bekkur - október
9. bekkur - janúar
Skimanir
1. bekkur - september
4. bekkur - nóvember
7. bekkur - október
9. bekkur - janúar
Ástæður skimana fyrir fráviki á vaxtarkúrfu:
Börn eru vigtuð og hæðarmæld frá fæðingu til 15 ára aldurs til að fylgjast með vexti og þroska þeirra. Markmið með hæðar- og þyngdarmælingum í heilsuvernd skólabarna er að greina heilsuvanda. Með mælingunum er verið að meta frávik á vaxtarlínuriti sem getur bent til heilsuvanda. Þegar frávik er á vaxtarlínuriti getur það meðal annars bent til ýmissa sjúkdóma eða heilsukvilla sem hægt er að hjálpa barninu með. Ef frávik er á vaxtarlínuriti hjá barni er haft samband við forráðamann. Ekki er rætt við barnið um frávikið nema barnið ræði það að fyrra bragði. Þyngdartölur á ekki að ræða við barnið.
Markmið:
Stuðla að eðlilegum vexti og þroska barna
Árangursviðmið:
Stefnt skal að því að meta vöxt og þroska 95% barna í 1.,4.,7. og 9. bekk.
Ef börn greinast með frávik skal vinna með fjölskyldunni að úrlausn.
Verkþættir:
Skipulag
Viðbrögð/úrræði
Frávik í lengdarvexti:
Frávik á þyngdarlínuriti
LÞS blár - undir kjörþyngd:
LÞS grænn - Kjörþyngd:
LÞS gulur - Ofþyngd:
LÞS rauður - Offita:
Meðferðarmarkmið
Viðeigandi úrræði
Viðtal við forráðamann og kynna úrræði heilsugæslunnar og leitast er við mæta þörfum foreldra til að takast á við þetta verkefni.
Hugsanlegar leiðir:
Ef viðeigandi úrræði duga ekki til eða barn er með alvarlega offitu, skal vísa barni í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins. Tilvísun í Heilsuskólann þarf að vera frá lækni og er gerð í gegnum heilsugátt
Markmið:
Finna börn með frávik á sjónskerpuprófi og vísa þeim í viðeigandi úrræði
Árangursviðmið:
Stefnt skal að því að 95% barna séu sjónprófuð í 1., 4., 7. og 9. bekk
Verkþáttur:
Framkvæmd sjónprófa:
Með sjónprófi í skóla er sjónskerpa mæld á hvoru auga fyrir sig með því að ákvarða hversu smáa stafi barnið getur lesið úr ákveðinni fjarlægð. Sjónprófað er með HVOT töflu sem samsett er úr 4 bókstöfum, H-V-O-T. Þekki börn ekki stafina er til spjald með sömu bókstöfum sem barnið bendir á. Ekki er hægt að greina fjarsýni með HVOT töflunni.
Leiðbeiningar með notkun á HVOT sjónprófstöflu:
Þeim börnum sem ná ekki að sjá 0,8 á öðru eða báðum augum á að vísa til augnlæknis. Vísa skal 6 ára börnum strax til augnlæknis, ekki bíða, þar sem mögulegt er að hafa áhrif á sjón þeirra.
Ávallt skal hafa samband við foreldra ef vísa þarf barni til augnlæknis.
Hafa ber í huga að höfuðverkur, lestrarþreyta og lestrarörðugleikar geta stafað af sjónlagsgöllum. Rétt er að sjónprófa þau börn og í flestum tilvikum er gott að vísa þeim til augnlæknis til að taka af öll tvímæli um sjónlagsgalla.
Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira