Blóðprufur og skoðun

Þótt framfarir síðustu áratuga hafi fært mannkyni trausta þekkingu og gagnreynd og aðgengileg úrræði til að lækka blóðþrýsting án alvarlegra aukaverkana er háþrýstingur enn gríðarstórt vandamál. Þekking og gagnreynd úrræði eru stórlega vannýtt víðast hvar í heiminum. Háþrýstingur er áhættuþáttur hjarta-, nýrna, og heilasjúkdóma og sýnt hefur verið fram á að lækkun hækkaðs blóðþrýstings hamlar gegn öllum þessum stóru sjúkdómum nútímans, kransæðasjúkdómum, hjartabilun, alvarlegum hjartsláttartruflunum, heilablóðföllum, heilabilun og langvinnri nýrnabilun.