Minnkuð andleg færni - heilabilun
Styttri útgáfan
- Eldri einstaklingar
- Mikil/dæmigerð einkenni
- MMSE <24
- Saga-skoðun
- MMSE, klukkupróf
- IQCODE
- Blóðprufur (sjá blóðprufur og skoðun)
- TS af höfði
- Lyfjayfirferð
Ef einstaklingur og MMSE minna en <24
- Útiloka viðsnúanlegar orsakir heilabilunareinkanna
- Lyf (sjá lyf og lyfjarýni)
- Áfengi
- Vanstarfssemi skjaldkirtils
- Elektrólýtatruflanir
- B12 skortur
- Normal pressure hydrocephalus
- Heilaæxli
- Heilablæðing
- Greina undirliggjandi sjúkdóm eftir föngum
- Mikilvægt er að gera Einstaklingsmiðaða áætlun með fjölbreyttum úrræðum
- Lyfjameðferð við heilabilun á grunni Alzheimers. Sjá nánar hér fyrir neðan
Kólínesterasahemlar
Íhuga ætti lyfjameðferð með kólínesterasahemlum við heilabilun á grunni Alzheimer sjúkdóms. Kólínesterasahemlar geta hægt á að væg til meðallangt gengin heilabilun vegna Alzheimersjúkdóms versni og þeir eru einnig notaðir við heilabilun á grunni Lewy sjúkdóms. Klínísk áhrif eru líklega sambærileg á milli mismunandi kólínesterashahemla.
Kólínesterasahemlar geta hægt á hjartslætti og þannig aukið hættu á aukaverkanir á hjarta sjúklinga sem eru með undirliggjandi áhættuþætti. Gæta þarf sérstakrar varúðar ef kólínesterasahemlar eru gefnir með lyfjum við hjartsláttartruflunum. Kólínesterasahemlar geta valdið lengingu á QT bili. Einkenni frá meltingarvegi eru meðal algengustu aukaverkana af völdum kólínesterasahemla en þessar aukaverkanir tengjast skammtastærðum og ganga vanalegayfir á fyrsta mánuði meðferðar með kólínesterasahemlum.
Donepezil: Byrjunarskammtur er 5 mg daglega sem má auka í 10 mg ef þolist vel.
Rivastigmine: Hylki eða forðaplástur. Einungis er mælt með notkun plásturs þegar töflumeðferð hentar ekki eða þolist illa. Byrjunarskammtur er 4,6 mg/24klst.
Galantamine: Forðahylki. Byrjunarskammtur er 8 mg daglega, en má auka í 16 mg og áfram í 24 mg daglega ef lyfið þolist vel
Eftir 3-4 vikur ætti að fara fram mat á því hvernig kólínesterasahemill þolist og hvort eigi að hækka skammta. Eftir 3-6 mánuði ætti að fara fram Mat á virkni lyfjanna og hugsanlegum skammtabreytingum en ekki er mælt með að hætta notkun lyfsins þó ekki sjáist framför á þessum tíma.
NMDA-viðtakahemill
Memantine er notað við meðallangt eða langt genginni heilabilun á grunni Alzheimer sjúkdóms eða ef veruleg atferliseinkenni eru til staðar. Byrjunarskammtur er 10 mg einu sinni á dag sem má auka í 20 mg ef lyfið þolist vel.
Framgangur Alzheimer sjúkdóms
Nýjar rannsóknir sýna að vitræn geta og færni geti farið versnandi þegar meðferð með kólínesterasahemli eða memantine er tekin út (vikum til mánuðum eftir að lyfjameðferð er stöðvuð). Í fáum slembiröðuðum rannsóknum hefur árangur kólínesterasahemla meðferðar -lengur en í eitt ár verið metin. Lyfjafaraldsfræðirannsóknir gefa þó vísbendingar um að lengri tíma meðferð geti haft jákvæð áhrif á vitræna getu og jafnvel lifun. Í þessu samhengi er mælt með einstaklingsbundnu mati á hversu lengi meðferð skuli haldið áfram. Ef stöðva á lyfjameðferð þá kemur til greina að gera það með niðurtröppun, sérstaklega ef um langtímameðferð var að ræða. Versni einkenni, sem getur gerst innan nokkurra daga frá því að lyfjameðferð er hætt, þarf að meta á hvort hefja skuli meðferð á ný.
Lengri útgáfan
- Yngri einstaklingar
- Lítil/ódæmigerð einkenni
- MMSE = />24
- Saga - skoðun
- MMSE, klukkupróf fyrsta viðtal
- IQCODE
- Blóðprufur (sjá Blóðprufur og skoðun)
- Lyfjayfirferð (sjá lyf og lyfjarýni)
Höfuð áhersla á nákvæma greiningu undirliggjandi sjúkdóma
Eftirfarandi rannsóknir gerðar á vegum minnismóttöku sem eingöngu gefa viðbótarupplýsingar hjá yngri/minna skertum einstaklingum
- Taugasálfræðimat
- SÓ af höfði (segulómun)
- Mænuvökvi/PET
Meðferð:
Val á lyfjameðferð á alltaf að vera í höndum sérfræðinga í öldrunarlækningum.
Hafa skal neðangreind atriði í huga (sjá upplýsingasöfnun og mat)
- Upphaf einkenna
- Þróun einkenna
- Skerðing á:
- Minni
- Tali
- Stýrifærni
- Sjónrænni úrvinnslu
- Einbeitingu
- Hreyfitruflanir
- Svefntruflanir
- Persónuleikabreytingar
- Geðræn einkenni
- Geðrofseinkenni
- Félagssaga
- Færni við athafnir daglegs lís
- Akstur
- Áfengi - tóbak - vímuefni
- Fyrra heilsufar
- Lyf
- Ættarsaga
- Blóðþrýstingur liggjandi og standandi
Próf:
Lífssaga
- Nafn, aldur búseta
- Nánustu aðstandendur/ástvinir
- Barnæska
- Starfsferill
- Mikilvægir atburðir í lífinu
- Hvernig viðkomandi vill klæðast, líta út
- Mataræði
- Rútína yfir daginn
- Tónlist og sjónvarpsefni
- Athafnir sem viðkomandi líkar eða mislíkar
Heimahjúkrun
Félagsþjónusta
Félagsráðgjöf
Sálfræðiþjónusta
Sjúkraþjálfun
Iðjuþjálfun
Heimilisathuganir
Ökumat
Sérhæfð dagþjálfun
- Stuðningshópar fyrir aðstandendur og sjúklinga
- Félagsráðgjöf
- Fræðsluerindi
- Alzheimer kaffi
- Tenglar um land allt
Heilsugæsla
Greining og meðferð eldri einstaklinga sem eru með MMSE undir 24.
Eftirfylgd ofangreindra einstaklinga ásamt einstaklingum sem fengið hafa greiningu á minnismóttöku og komnir eru í viðeigandi meðferð en eru ekki komnir í dagþjálfun.
HÖR hjúkrunarfræðingar eru hér lykilaðilar.
Umsókn um sérhæfða dagþjálfun
Minnismóttaka LSH og SAk
Greining og meðferð einstaklinga sem eru með MMSE 24 eða hærra.
Ráðgjöf lækna minnismóttökunnar til heilsugæslunnar eftir þörfum.
Aðgangur að úrræðum á borð við sérhæfðar dagþjálfanir og bráðainnlagnir (deild L4 Landakoti).
Aðgangur heilsugæslunnar að sérhæfðri hjúkrunarráðgjöf.
Sálfræðiþjónusta.
Þjónusta félagsráðgjafa.
Námsdvalir.
Tryggja þarfað boðið sé upp á einstaklingsmiðaða eftirfylgd sem tekur mið af Einstaklingsmiðaðri áætlun.
- Viðtal á 3-12 mánaða fresti (eftir gangi sjúkdómsins), læknir og/eða hjúkrunarfræðingur.
- MMSE árlega. Oft er gott að nýta þetta tækifæri til að ræða einslega við aðstandanda.
- Ef skjólstæðingur fer í sérhæfða dagþjálfun flyst eftirfylgd með heilabilunarsjúkdómnum þangað.
- Á hverri stöð er þverfaglegur hópur sem heldur utan um skjólstæðinginn.
- Heimsóknir til HÖR hjúkrunarfræðings og annarra fagaðila (til dæmis klínísks lyfjafræðings, læknis, næringarfræðings, sjúkraþjálfara eða annarra) eru skipulagðar í samráði við skjólstæðinginn.
- Eftirfylgd getur falið í sér mat og skimanir sem þarf að fylla út og skila inn áður en viðtal fer fram. Það gerir málastjóra kleift að fara yfir heilsufar skjólstæðings á hverjum tíma og í framhaldinu að leiðbeina og vísa skjólstæðingum til heilbrigðisstarfsfólks í þverfaglegri þjónustu, svo sem klínískra lyfjafræðinga, næringarfræðinga, sjúkraþjálfara og annarra.
- Í eftirfylgd eru upphaflegu viðmiðin endurskoðuð og gerðar viðeigandi breytingar ef þarf. Ef breytingar eru gerðar er boðið upp á eftirfylgd innan ákveðins tíma.
- Skjólstæðingum er boðið að koma í eftirlit og heilsufarsskoðun og er komutími bókaður fram í tímann.