Íhugið sýklalyfjameðferð séu merki um sýkingu, til að mynda roði stærri en 2 cm kringum bitið, mikill verkur eða vessandi ígerð. Vísið á sjúkrahús sé sjúklingur með hita eða önnur almenn einkenni eða ef teikn eru um dýpri sýkingu, svo sem erfiðleikar við að hreyfa liði.
Sýking í kattarbiti af völdum Pasteurella multocida kemur yfirleitt fram sem roði og sársauki strax 2 – 4 tímum eftir bit, og skal meðhöndla með phenoxymethylpenicillini. Flucloxacillin, clindamycin og cephalosporin til inntöku verka ekki á P. multocida.
Við síðkomin einkenni eftir kattarbit (>2 sólarhr.) og við öll hundsbit fjölgar Staph. aureus tilfellum. Við þessum sýkingum er gefið amoxicillin-klavúlan.