Lungnabólga og berkjungabólga
Lungnabólga og berkjungabólga (venjulega RS-veirusýking hjá ungbörnum) eru algengastar alvarlegra sýkinga meðal barna. Venjuleg einkenni og teikn: Hiti, hósti, hraðöndun og almenn einkenni. Hósti og önnur einkenni frá öndunarvegum eru þó ekki alltaf til staðar í lungnabólgu af völdum baktería.
Ábendingar fyrir tilvísun á bráðamóttöku vegna lungnabólgu og berkjungabólgu:
- börn < 6 mánaða
- hraðöndun > 50 sinnum/mínútu < 12 mánaða og > 40 sinnum/mínútu > 12 mánaða
- stynjandi öndun
- mikill inndráttur milli rifbeina og/eða í hóstargróf (jugulum)
- cýanósa eða súrefnismettun ≤ 92%
Þvagfærasýkingar með hita
Þvagfærasýking hjá ungbörnum getur valdið hita, uppköstum, sljóleika erfiðleikum við mötun, hjá stærri börnum, kviðverkjum og tíðum þvaglátum með sviða.
Sjúklinga með sýkingu í efri hluta þvagfæra (nýrnaskjóðubólgu), hita > 38,5°C og hækkað CRP (>20–30 mg/l). Hjábörnum með hita af óþekktum orsökum eða þvagfærasýkingu ætti að gera þvagpróf með strimlum. Nota ætti miðbunu eins hjá ungbörnum.
Ef grunur er um þvagfærasýkingu hjá barni yngra en 2 ára eða að barn á hvaða aldri sem er sé með þvagfærasýkingu og hita, þá skal vísa því á bráðamóttöku barna.
Sýking í beinum og liðum
Dæmigerð merki um sýkingu í beinvef eða liðum er staðbundinn sársauki við álag og hreyfingu, bólgnir liðir eða útlimir, hiti og hækkað CRP. Þessum börnum skal vísa á bráðamóttöku barna.
Slæmar húðsýkingar og hiti
Fylgikvilli hlaupabólu getur stundum verið slæm húðsýking eins og heimakoma eða streptókokkasýking í dýpri húðlögum, hugsanlega sýklasótt (sepsis). Bráð veikindi, miklir verkir og hraður púls geta bent til djúplægrar streptókokkasýkingar. Þessum börnum skal vísa á bráðamóttöku barna.
Sýklasótt og/eða heilahimnubólga
Einkenni um sýklasótt/heilahimnubólgu eru hiti, pirringur, slakt blóðflæði í útlægum æðum, gráföl húð, kaldar hendur og kaldir fætur, hraðöndun, hraðsláttur, verkir í hand- og fótleggjum, magaverkir, uppköst og niðurgangur.
Við heilahimnubólgu er barnið ergilegt og pirrað, útbungandi fontanella eða hnakkastífleiki, ljósfælni og pirringur eða skert meðvitund. Þessum börnum skal vísa á bráðamóttöku barna.
Stikilbólga (mastoiditis)
Snemmkomin einkenni um stikilbólgu er miðeyrnabólga með útbungandi eyra, roða bak við eyrun, bólgur og eymsl. Þessum börnum skal vísa á bráðamóttöku barna.
Nefbeinsbólga (ethmoiditis)
Það vekur grun um nefbeinsbólgu ef bólgur eru á miðnesi og roði á augnlokum, einkum efri hlutanum ásamt graftarkenndu nefrennsli og verkjum í andliti.
Kverkilgrenndarbólga (peritonsillitis)
Kverkilgrenndarbólga er húðbeðsbólga (cellulitis) eða graftarkýli við kverkeitla. Snemmkomin merki eru vaxandi hálssærindi öðrum megin, kyngingarörðugleikar, þvoglumælgi, hiti og erfiðleikar við að gapa. Þessum börnum skal vísa á bráðamóttöku barna.