- Engar blöðrur (hrúðurmyndandi sýking) - oftast Staph.aureus og/eða grúppu A beta-hemolýtískir streptókokkar.
- Blöðrur - oftast toxínmyndandi Staph.aureus.
Hrúðurgeit / Heimakoma / Sárasýking / Sýkt fótasár
Hrúðurgeit
Fyrsta val: Cefalexín-mixtúra 25–50 mg/kg/sólarhr. í þremur jöfnum skömmtum daglega í 7 daga.
Ef pensilín-ofnæmi: þá klindamýcín 15 mg/kg/sólarhr. í þremur jöfnum skömmtum daglega í 7 daga.
Heimakoma (Erysipelas)
Heimakoma er brátt tilkominn vel afmarkaður, heitur, hugsanlega aumur húðroði sem breiðir hægt og sígandi úr sér. Oftast fylgir líka almenn vanlíðan og hiti/hrollur. Beta-hemolýtískir streptókokkar valda heimakomu, einkum af grúppu A og G. Ekkert styður að Staph.aureus valdi heimakomu. Við meðferð getur húðroðinn versnað fyrst í stað en síðan horfið smátt og smátt. Almenn líðan lagast oftast á nokkrum dögum.
Metið hversu alvarlegt ástandið er og hvort þörf sé á innlögn.
Fyrsta val: Fenoxýmetýlpensilín 1 g x 3 í 10–14 daga. Tvöfaldið skammtinn af fenoxýmetýlpensilíni í 2 g x 3 í 10–14 daga ef sjúklingur er 90–120 kg.
Ef pensilín-ofnæmi, þá klindamýcín 300 mg x 3 í 10–14 daga.
Sárasýking
Alvarleg sár og sýkt sár eru hreinsuð vel með sápu og vatni. Þegar sá gróa eðlilega má búast við roða og vessa án þess að um neina sýkingu sé að ræða.
Klínísk einkenni sýkingar: roði, bólga, hiti og nýtilkominn verkur.
Sýklalyf skal því aðeins gefa að merki séu um dreifða sýkingu eða þegar hún nær til dýpri húðlaga.
Takið ræktun úr sárinu ef sýklalyfjameðferð er í athugun, einkum ef sjúklingur hefur dvalið nýlega þar sem mikið er um fjölónæmar bakteríur.
Stingið á graftarkýlum og bólgnum fituskellum (atheroma) og drenið.
Fullorðinsskammtar
Dicloxacillin 500mg 4 sinnum á dag í 7 daga. Ef pensilín-ofnæmi, þá klindamýcín 150–300 mg x 3 í 7 daga. Við heimakomu er fyrsta val fenoxýmetýlpensilín.
Barnaskammtar
Fyrsta val er cefalexín-mixtúra 25–50 mg/kg/sólarhr. í 3 jöfnum skömmtum daglega í 7 daga. Ef alvarlegt pensilínónæmi, þá klindamýcín 15 mg/kg/sólarhr. í 3 jöfnum skömmtum daglega í 7 daga
Sýkt fótasár
Í langvinnum sárum er nær alltaf að finna bakteríuvöxt sem sjaldnast hindrar að sárið grói. Það á jafnvel við um stafýlókokka. Fyrir greiningu er því ekki nóg að taka bara ræktun. Fótasár og sýkingar af völdum sykursýki þarfnast fjölþættrar, þverfaglegrar meðferðar.
Greining
Staðbundin sýking í sári er klínísk greining sem byggist á nýtilkomnum / vaxandi verk, breyttri / vaxandi seytingu, vaxandi roða og að vond lykt sé af sárinu.
Fenoxýmetýlpensilín 1 g 3svar í 10 daga (streptókokkar)
Flúkloxacillín 1 g 3svar á dag í 10 daga (stafýlókokkar)
Ef pensilínofnæmi, þá klindamýcín 150–300 mg 3svar í 10 daga.
Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira