Snemmbær tíðahvörf (premenopause) hefjast milli 40-45 ára af eðlilegum ástæðum eða vegna aðgerða og sjúkdóma og greinast hjá u.þ.b. 5 % kvenna.
Konur með snemmbær tíðahvörf eru í aukinni hættu á beinþynningu, hjarta- og æðasjúkdómum, rýrnun á þvag-og kynfærum og því mikilvægt að greina og bjóða hormónameðferð til 51 árs aldurs eða lengur .
Einnig þarf góða eftirfylgd til að tryggja meðferðarheldni.
Ekki er ráðlagt að nota getnaðarvarnartöflur (með estrogeni) nema þörf sé á getnaðarvörn. Meiri áhætta tengist getnaðarvarnatöflum en hormónameðferð með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma og hormónameðferð hefur einnig betri áhrif á til dæmis beinþéttni.