Breytingaskeið kvenna - Greining og meðferð

Hugtök, heiti og ICD-10 greiningar

N95       Breytingarskeið, Climacterium/Perimenopause   
N95.1   Tíðahvörf, Menopause
N95.1   Eftirtíðahvörf, Postmenopause
N95.2        Rýrnunarleggangabólga, Postmenopausal atrophic vaginitis
E28.3   Snemmbær tíðahvörf, Premenopause (ef tíðahvörf byrja fyrir 45 ára aldur)
E28.3   Frumkomin eggjastokkabilun, Premature ovarian insufficiency

 

  • Þegar talað er um estrogen er átt við estradiol nema annað sé tekið fram
  • Þegar talað er um progesterone er átt við gestagen af ýmsum tegundum nema annað sé tekið fram

 

Leiðbeiningar

Þessar leiðbeiningar eru um greiningu og meðferð á tíðahvörfum  og snemmbærum tíðahvörfum auk eggjastokkabilunar (premature ovarian Insufficiency) fyrir heimilislækna og annað fagfólk í heilsugæslu. Markmið leiðbeininganna er að bæta upplýsingagjöf og þjónustu við konur í tíðahvörfum.
Leiðbeiningarnar eru að mestu unnar úr NICE-leiðbeiningunum og leiðbeiningum félags norskra og sænskra kvensjúkdómalækna.
Við notkun leiðbeininganna er mælt með að fagfólk taki mið af persónulegum þörfum, gildum og vilja þeirra kvenna sem til þeirra leita.
Konur eru hvattar til að taka þátt í umræðu og vera með í ráðum til að geta tekið upplýsta ákvörðun um þá meðferð sem þær vilja þiggja við tíðahvörf. Nota skal einstaklingsmiðaða nálgun a öllum stigum greiningar, rannsókna og meðferðar við tíðahvörfum.