Þessi þjónusta er ekki í boði á öllum heilsugæslum ennþá. Samræmt skipulag og verkferlar eru í þróun og miðlun þekkingar og reynslu er því mikilvæg með það að markmiði að innleiða þjónustuna á landsvísu.

Stoðkerfismóttaka sjúkraþjálfara tekur á móti einstaklingum með stoðkerfiseinkenni / verki með það að markmiði að koma í veg fyrir versnun einkenna og helst  bata með því að veita snemmtæka íhlutun.

Ýmist hefur einstaklingurinn beint aðgengi að sjúkraþjálfaranum eða honum er vísað á stoðkerfismóttökuna af öðrum heilbrigðisstarfsmanni. 

Sjúkraþjálfarinn veitir fyrst og fremst fræðslu og ráðleggingar í formi sjálfshjálpar á borð við æfingar, hvíldarstöður, vinnustellingar eða sjálfsmeðferðar í formi hita og kælimeðferðar, mjúkvefjameðferðar eða annars.

Eftirfylgni með ráðgjöfinni í formi símtals er veitt, oftast 2-3 vikur frá komu til sjúkraþjálfarans. 

Ef sjúkraþjálfari á heilsugæslu telur málið þess eðlis þá getur hann skrifað beiðni um sjúkraþjálfun og vísað einstaklingnum til meðferðar hjá sjúkraþjálfara utan heilsugæslunnar.

Gæðaskjöl