Octagam er ætlað til notkunar í bláæð.
Ákveðnar aukaverkanir (t.d. höfuðverkur, roði, kuldahrollur, vöðvaverkir, önghljóð,
hraðsláttur, verkur neðst í baki, ógleði og lágþrýstingur) geta tengst innrennslishraðanum.
Komi innrennslistengdar aukaverkanir fram má hægja á innrennslishraða eða stöðva innrennsli þar til einkenni hafa gengið yfir.
Fylgjast skal með sjúklingum í a.m.k. 20 mín eftir að lyfjagjöf lýkur.
Ofnæmisviðbrögð eru sjaldgæf.
Eftirlit með lífsmörkum
- Við fyrstu gjöf eru lífsmörk mæld fjórum sinnum
- Fyrir meðferð
- 30 mín. frá upphafi innrennslis
- Um miðbik meðferðar
- Við lok meðferðar
- Við aðrar gjafir eru lífsmörk mæld þrisvar sinnum
- Fyrir meðferð
- Um miðbik meðferðar
- Við lok meðferðar
Ef lífsmörk eru óeðlileg eða ný einkenni koma fram eru lífsmörk mæld oftar.
Hraði innrennslis
- Upphafshraða er haldið í 30 mín. meðan fylgst er með hvernig lyfið þolist
- Að öllu jöfnu má auka hraðann á 15-30 mín. fresti eftir fyrsta hálftímann ef þolist
- Fylgt er hraðaaukningu í töflu hér að neðan.
Upphafshraði er 0,6 ml/kg/klst í 30 mín. Hraðinn er aukinn á 15-30 mín fresti í:
- 1,2 ml/kg/klst
- 2,4 ml/kg/klst
- 4,8 ml/kg/klst í 15 mínútur og þeim hraða haldið ef þolist vel.
- 7,2 ml/kg/klst í 15-30 mínútur og þeim hraða haldið ef þolist vel.
Hámarkshraði innrennslis er 7,2 ml/kg/klst EN hjá sjúklingum sem eru í hættu á segareki á innrennslishraði ekki að fara yfir 2,4 ml/kg/klst
