Jafnvægistruflanir og byltur eru algengar meðal aldraðra. Líkur á byltum aukast með hækkandi aldri. Afleiðingarnar geta verið ýmsir áverkar og brot. Í kjölfarið fylgir oft kyrrseta, minni virkni og skert færni vegna ótta við að detta aftur.
Hér eru viðmið fyrir greiningu á áhrifaþáttum jafnvægistruflana. Stefnan er að fólk fái greiningu á heilsuvanda sínum snemma svo það geti notið góðs af viðeigandi meðferð, draga megi úr einkennum og að lífsgæði verði meiri.
Byltuvarnir í heilsugæslu - þrír lykilþættir:
- SKIMUN - Greina byltuhættu hjá skjólstæðingum
- MAT - Greina áhrifaþætti sem hægt er að meðhöndla
- ÍHLUTUN - Beita aðferðum sem draga úr áhrifaþáttum og minnka byltuhættu
- Meta byltuhættu/jafnvægistruflanir með GLASSBONES matstæki. Aðaláhrifaþættir byltna samkvæmt GLASSBONES eru í lista að neðan.
Út frá niðurstöðu greiningarinnar er haft samráð við viðkomandi fagaðila innan heilsugæslunnar.