Færniskerðing

Verkþættir þjónustu í heilsugæslu - fyrir fólk með skerta andlega færni og jafnvægistruflanir

Hér eru sett fram viðmið sem ætlað er að tryggja að skjólstæðingar, með færniskerðingu og eru í þjónustu heilsugæslunnar, fái grunnheilbrigðisþjónustu óháð búsetu.

Viðmiðunum er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir þverfaglegan hóp heilbrigðisstarfsmanna sem sinna skjólstæðingum með færniskerðingu.

Sett eru fram viðmið um uppvinnslu sem eiga við skjólstæðinga sem eru með jafnvægistruflanir og dregið hefur úr andlegri færni þeirra, hvaða verkþáttum er sinnt í heilsugæslunni og hvenær rétt sé að vísa skjólstæðingi  áfram á göngudeildir fyrir aldraða.

Aðrar fagstéttir/heilbrigðisstarfsmenn sem sinna skjólstæðingnum eru látnar vita og séð til þess að skjólstæðingur fái viðtöl við hjúkrunarfræðing/málastjóra eða aðra heilbrigðisstarfsmenn eftir þörfum og aðstæðum á hverri stöð/stofnun.

Í viðmiðunum kemur meðal annars fram að:

  • Tilgreindur er „málastjóri“ (HÖR hjúkrunarfræðingur) sem er ábyrgur fyrir samhæfingu einstaklingsmiðaðrar áætlunar strax í fyrsta viðtali.
  • Einstaklingsmiðuð áætlun er sett fram í samráði við skjólstæðing og aðstandendur hans eftir atvikum.
  • Stefnt er að því að fólk fái greiningu snemma svo það geti notið góðs af viðeigandi meðferð til að draga megi úr einkennum sem og bæta lífsgæði.
  • Tryggja þurfi jöfnuð í þjónustu við skjólstæðinga með færniskerðingu.

Þessar „leiðbeiningar“ innihalda viðmið fyrir eftirfarandi verkþætti: