Farsældarlögin

1. janúar 2022 gengu í gildi lög um samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna. Lögum þessum er ætlað að stuðla að farsæld barna og er meginmarkmið að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Þjónustuveitendum sem þjónusta börn og fjölskyldur þeirra er ætlað að vinna saman að farsæld barna og samstarf vegna þjónustu á að fara í skýrari farveg.

Barna- og fjölskyldustofa hefur leitt innleiðingu laganna á landsvísu en sveitarfélög hafa leitt innleiðingu á sínum þjónustusvæðum. Heilsugæslan tekur þátt í innleiðingu laganna í samvinnu við þjónustuveitendur í nærumhverfi. Gert er ráð fyrir fimm ára innleiðingarferli. 

Heilsugæslan er skilgreindur þjónustuveitandi á fyrsta stigi grunnþjónustu. Tengiliður þjónustu í þágu farsældar barns er starfsmaður heilsugæslu frá meðgöngu barns þar til barn hefur nám í leik- eða grunnskóla. Hlutverk tengiliðar er að samræma þjónustu á fyrsta stigi þjónustu. Barna- og fjölskyldustofa heldur utan um fræðslu fyrir tengiliði og tilkynna þarf Barna - og fjölskyldustofu um hvaða starfsmaður sinnir hlutverki tengiliðs á viðkomandi heilsugæslu. 

Heilsugæslan tekur einnig þátt í farsældarráði ásamt þjónustuveitendum á sínu þjónustusvæði.

Uppfærsla Þróunarmiðstöðvar íslenskar heilsugæslu á leiðbeiningum varðandi mæðravernd, ung- og smábarnavernd og heilsuvernd skólabarna tekur mið af lögum um samþættingu á þjónustu.

Lög um samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna

Vefsíða Barna- og fjölskyldustofu (BOFS)

Kynning á farsældarlögum frá Barna- og fjölskyldustofu

Leiðbeiningar um innleiðingu á lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna

Eyðublöð og leiðbeiningar

Tengiliðir

Lög og reglugerðir sem varða innleiðingu

Börn sem aðstandendur

Fjölskylduteymi