SÁLMA - Skynsamleg ávísun lyfja með ávanahættu

Hérlendis er meira ávísað ópíóíðum, róandi lyfjum og svefnlyfjum en á hinum Norðurlöndunum. 

Ástæður fyrir meiri ávísun og notkun þessarra lyfja á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin er óþekkt. Hins vegar er læknum ljós áhættan af notkun lyfjanna og WHO skilgreinir þessa lyfjaflokka sem hááhættulyf (high-risk medication).


 Með tilkomu Gagnasýnar í Sögu þar sem hver læknir og hver heilsugæslustöð getur speglað sínar ávísanir við stofnunina í heild verður til verkfæri til notkunar í gæðaþróun á þessu sviði með markmiðið að skynsamlegri ávísun lyfja með ávanahættu.

Þegar Gagnasýn í Sögu verður tilbúin haustið 2022 mun ÞÍH bjóða hverri og einni heilsugæslustöð Sálmafund sem svipuðu sniði og Stramafundi þar sem farið verður yfir þetta viðfangsefni, lyfjaávísanir skoðaðar og ræddar leiðir til skynsamlegri ávísana

Sálmaverkefnið tengist WHO verkefni um Lyf án skaða (tengill á heimasíðu) sem leitt er hérlendis af Embætti landlæknis.